Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Fólk sem kaupir vændi er fólk sem beitir ofbeldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segir að tilfinning þeirra sem vinna við málaflokkinn bendi til þess að margar íslenskar konur stundi vændi þó að ekki sé til tölfræði um það.

„Við höfum heyrt hjá þeim konum sem leita til okkar og eru að fá hjálp til að komast út úr vændi að það sé mjög mikil eftirspurn. Þær fá skilaboð í langan tíma á eftir og fyrirspurnir um vændið,“ segir Ragna Björg sem starfað hefur fyrir Bjarkarhlíð í tæp tvö ár. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis með það að markmiði að veita stuðning, ráðgjöf, fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Eins og fram kom í inngangi segir Ragna að tilfinning þeirra sem vinna við málaflokkinn bendi til þess að margar íslenskar konur stundi vændi þó að engin tölfræði styðji beint við það og það sama má segja um mansal. Tilfinning þeirra sem vinna í málaflokknum segir að mansal hafi aukist. Það sé líka algengt að konur sem leiti hér hælis hafi reynslu af mansali. En 85% þjónustuþega Bjarkarhlíðar eru Íslendingar.
„Flestar konur sem hafa óskað eftir aðstoð í Bjarkarhlíð vegna vændis hafa unnið á eigin vegum þó að þeim hafi boðist tilboð um að taka þátt í skipulögðu vændi. Allt vændi er í eðli sínu mansal þar sem aðgangur er keyptur að annarri manneskju og hennar frelsi til að ráða yfir eigin líkama og örlögum ekki virt. Neyslutengt vændi er einnig harður heimur þar sem manneskjan hefur að auki ekki fulla meðvitund til að taka ákvörðun um þátttöku sína í vændi.“

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Mynd / Hallur Karlsson

Vændi ein skaðlegasta afleiðing þess að hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi
Ragna segir að bakgrunnur kvenna sem leiðast út í vændi sé eins fjölbreyttur og þess fólks sem kaupir vændi. „Það sem flestar konur eiga þó sameiginlegt eru áföll tengd ofbeldi þar sem kynferðislegt ofbeldi í æsku eða kynferðisbrot eru algeng. Þannig lítum við á vændi sem sjálfskaðandi hegðun og afleiðingu kynferðisofbeldis. Við teljum að engin kona velji að stunda vændi en vegna aðstæðna sinna og neyðar leiðist konur út í vændi. Auk þess sem þetta er ein skaðlegasta afleiðing þess að hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi,“ segir Ragna.
„Vændi er kynlífsvinna „sexworking“ þar sem aðili borgar fyrir aðgang að líkama annarrar manneskju, í þeim tilgangi að stunda kynlíf á hans sínum forsendum. Sem gerir þessa athöfn að kynferðislegu ofbeldi því kynlíf og kynfrelsi er aðeins athöfn þar sem báðir aðilar standa jafnfætis og taka þátt í athöfninni saman. Fólk sem kaupir vændi er fólk sem beitir ofbeldi. Fólk sem virðir ekki mannréttindi og kynferðislegt frelsi fólks.“

Vantar sjóð fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi
Ragna tekur fram að það geti verið gríðarlega erfitt fjárhagslega, andlega og líkamlega fyrir konur að stíga út úr vændi og fá aðstoð. „Það er mikil skömm og vanlíðan sem fylgir vændi, ekki ósvipað og þolendur kynferðislegs ofbeldis þurfa að glíma við. Til að auðvelda konunum þessi erfiðu skref væri nauðsynlegt fyrir þær að hafa aðgang að sjóði sem þær gætu sótt um tímabundinn styrk til þess að koma undir sig fótunum á nýjan leik og vinna úr afleiðingum vændis og kynferðisofbeldis.“

Sjá einnig:

Vændismálum á borði lögreglu fækkar þrátt fyrir „sprengingu“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -