Í sendingu lögreglu til fjölmiðla um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir að fólk hafi almennt verið verra í skapinu en gengur og gerist og tvö mál þar sem fólk beitti lögreglumenn ofbeldi komu upp.
„Aðeins færri verkefni komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt en þó bar aðeins á því að fólk væri eitthvað verra í skapinu og komu upp tvö tilvik þar sem lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi. Fjórar aðrar líkamsárásir voru tilkynntar. Þrjú fíkniefnamál komu upp og voru þau öll afgreidd með skýrslutöku á vettvangi,“ segir í sendingu lögreglu um kvöldið og nóttina.
Þar segir einnig að fjórir hafi verið stöðvaðir vegna fíkniefnaaksturs og þrír fyrir ölvunarakstur.