Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fór að gráta við lesturinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlakonan Halla Þórlaug Óskarsdóttir telur það vera nánast ómögulegt að nefna þrjár bækur sem hafi haft mest áhrif á sig í lífinu. Að vel hugsuðu máli nefnir hún þó eftirfarandi þrjár.

„Fyrsta bókin er unglingabók sem ég las oft í æsku og situr enn þá í mér. Ég hugsa til hennar næstum daglega og ég veit að margir þræðir í henni hafa haft áhrif á hvernig ég hugsa og skrifa. Bókin heitir Sesselja Agnes og er eftir sænska rithöfundinn Marie Gripe. Eina bókin sem ég hef lesið eftir hana en mér skilst að margar aðrar séu þess virði að lesa. En þessi dularfulla saga kemur til mín aftur og aftur og eftir því sem ég eldist og geng í gegnum fleiri dyr lífsins þá skil ég hana á dýpri máta.“

Sesselja Agnes – undarleg saga.

„Næsta bók er Síðasta setning Fermats, sem ég las í útskriftarferðinni minni úr MR. Þar er rakin saga lögmáls í stærðfræði, frá því að stærðfræðingurinn Fermat hélt því fram á spássíu í bók að hann hefði sönnun – dásamlega sönnun, raunar – á ákveðinni setningu, en kæmi henni ekki fyrir á spássíunni. Síðan hafa margir stærðfræðingar reynt við sönnunina og tók margar aldir – og raunar nýjar uppgötvanir – að klára. Setningin lítur út fyrir að vera svo einföld, en það er líka fallegt, hvað einföldustu hluti getur verið flókið að sanna.“

Síðasta setning Fermats.

„Síðasta bókin er eftir sænska listamanninn Stina Wirsén og heitir Du: dikter för nyfödingar (Þú: ljóð fyrir nýfædda) og fjallar um vegferðina að verða móðir og hvað tekur svo við. Konur fæðast jú líka upp á nýtt við það að verða mæður. Textinn er dásamlega fallegur og á hverri opnu er stór blekteikning eftir Stinu, einföld og djúp. Ég fór að gráta í versluninnni þar sem ég fann hana og sagði afgreiðslukonunni að ég yrði bara að eignast hana. Hún sagðist líka hafa grátið þegar hún las hana og seldi mér hana með tárin í augunum.“

Du: dikter för nyfödingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -