Nú þegar haustið nálgast er gott að vera með förðunarvörur sem endast vel í rigningu og roki. Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur hjá Yves Saint Laurent, deilir hér með okkur hvaða vara hún getur ekki verið án þegar rignir.
„All Hours-farði frá YSL er endingargóður og vel þekjandi. Til þess að létta farðann og fá meiri næringu er gott að blanda serumi út í hann.“
„All Hours-hyljari frá YSL er mjúkur með miðlungsþekju og notast í kringum augu og á svæði sem þarf að fela.“
„Cushion Blush Subtil frá Lancôme er blautur kinnalitur sem gefur ferskleika og helst vel á.“
„Brow Define-augabrúnablýantur frá Lancôme er auðveldur í notkun og vatnsheldur.“
„Stylo-augnblýantur frá YSL er skotheldur, vatnsheldur blýantur til að ramma inn augun.“
„Feline Blacks, vatnsheldur maskari frá Helena Rubinstein, er mál málanna. Athugið að nota tveggja fasa augnfarðahreinsi með olíu til að þrífa vatnshelda förðun af.“
„Tatouage-varalitur frá YSL er mjög endingargóður, litsterkur og þægilegur.“
„All Nighter Setting Sprey frá Urban Decay setur punktinn yfir i-ið. Förðunin endist í allt að sextán klukkustundum lengur.“
Mynd af Björgu / Aldís Pálsdóttir