Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Förðunartískan nú ekki jafnfullkomin og undanfarið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Natalie Hamzehpour starfar sem þjálfari og almannatengill á snyrtivörusviði Nathan & Olsen og hefur þrátt fyrir ungan aldur skipað sér í fremstu röð förðunarfræðinga á Íslandi. Hún er fædd og uppalin í Þýskalandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin 11 ár.

Á haustin má oft sjá nýjar áherslur og stefnur í förðun og Natalie er með allt á hreinu hvað það varðar. „Mér finnst gaman að sjá hvernig förðunartískan í haust er ekki jafnfullkomin og „Instagram-leg“ og hún hefur verið undanfarið. Förðunin er raunverulegri og eins og búið sé að ganga hana aðeins til. Hlýir brúnir tónar sem ramma inn augun eru áberandi og þessi „grunge“-stemning sem ég hrífst mjög af er að koma aftur. Húðin fær að njóta sín og best er að þekja hana ekki of mikið. Sterkur varalitur er alltaf málið á haustin, ég heillast mjög af ýmis konar ólíkum rauðum tónum. Litir eru líka áberandi. Þá er ég ekki að tala um mjög litríka förðun heldur aðeins „pop“ af lit. Kannski gulur augnskuggi í innri krók eða appelsínugulur í vatnslínuna,“ segir Natalie.

Natalie mælir með

„Shiseido Syncro Skin Glow Foundation er farði sem gefur fallegan ljóma án þess að glansa. Ég er með frekar feita húð og langar samt að fá að nota ljómandi farða en þeir eru oft svolítið olíumiklir og henta mér ekki. Þessi er fullkominn.“

„Mér finnist gaman að vera máluð en ekki eins gaman að þrífa af mér farða á kvöldin. Clarins Pure Melt Cleanser-hreinsirinn einfaldar ferlið og hentar vel fyrir letingja eins og mig.“

„Guerlain Clis D‘enfer Waterproof-maskarinn hefur verið ómissandi hjá mér á þessu ári. Hann kom mér svo vel á óvart, hann lengir vel ásýnd augnháranna og gefur góða fyllingu án þess að klessa augnhárin saman.“

„Á sumrin baða ég mig upp úr öllu sem gefur ljóma en á haustin langar mig oft að vera aðeins mattari og þá gríp þá í mattari sólarpúður. Sun Trio frá Guerlain er púður með þremur litum og fallegri satínáferð. Ég bara blanda öllum litum saman.“

- Auglýsing -

„Rouge Ink-varalitirnir frá Chanel eru æði. Mattir, mjúkir og tolla allan daginn. Liturinn Melancholia (174) verður pottþétt í uppáhaldi hjá mér í haust.“

„Ég á svolítið til að gleyma mér í húðrútínunni á sumrin og finnst svo gott að byrja strax eftir sumarfrí að koma húðinni í lag þá er Clarins Double Serum málið.“

„Ég er nýlega byrjuð að nota GOSH Concealer-hyljarann og vá! hann er léttur en samt með mjög góða þekju, hann endist vel og sest ekki í línur. Svo sannarlega vara sem ég þarf á að halda til að fela baugana sem fylgja stundum haustinu.“

- Auglýsing -

Mynd / Unnur Magna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -