Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Foreldrar eru oftast með samviskubit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Ellie Kemper, sem er hvað þekktust úr þátttunum The Office og The Unbreakable Kimmy Schmidt, opnar sig um barnauppeldi í viðtali við Us Magazine. Ellie gekk að eiga unnusta sinn Michael Koman árið 2012 og árið 2016 eignuðust þau soninn James.

„Ég er ný í þessu, en ég ímynda mér að allir foreldrar séu oftast með samviskubit,“ segir leikkonan og bætir við.

„Ég veit ekki hvort það er gott en þetta er erfitt og allir vita það. Þannig að það er áskorun fyrir mig að sætta mig við að ég get ekki verið alls staðar. Það er erfitt að losna við sektarkennd. Ég held að allir tengi við það.“

Sumt ekki sýnt í réttu ljósi

Hún segir að ómögulegt sé að bera sig saman við þær mæður sem séu hvað mest áberandi á samfélagsmiðlum.

„Stundum hugsa ég: Hvernig getur þessi mamma gert allt og greinilega gert það mjög vel? Ég held að sumt sé ekki sýnt í réttu ljósi á samfélagsmiðlum. Ég ímynda mér að allir eigi í erfiðleikum. En ég er risaeðla og er ekki á samfélagsmiðlum.“

Ellie segist reyna að útbúa heilsusamlegar máltíðir fyrir son sinn þegar hún hefur tíma, en að eldamennska sé ekki beint hennar sérgrein.

„Ég er hræðilegur kokkur og hræðileg með tímasetningu. Þannig að pastað er kannski tilbúið en síðan sósan alls ekki. Ekkert er tilbúið á sama tíma. Það er bara svo margt í gangi, hvort sem maður á eitt barn, tvö börn, tíu börn. Þannig að ég hita ekki alltaf upp matinn þegar ég gef honum afganga. Ef hann er sársvangur þá hita ég ekki alltaf upp matinn. Hann snertir matinn og gerir síðan hljóð eins og honum sé kalt, eins og: Brr. Hann vill líklegast ekki eiga þá minningu um eldamennsku móðurinnar að maturinn hafi alltaf verið kaldur,“ grínast Ellie.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -