Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Foreldrar sektaðir fyrir að bólusetja ekki börnin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Foreldrar sem ekki láta bólusetja börnin sín gegn mislingum verða sektaðir um sem nemur 340 þúsund krónum gangi frumvarp heilbrigðisráðherra Þýsklands í gegn. Þjóðverjar ætla að bregðast hart við ört vaxandi útbreiðslu mislinga í landinu.

„Ég vil útrýma mislingum. Allir þeir sem ganga í leikskóla eða skóla eiga að vera bólusettir gegn mislingum,“ hefur þýska blaðið Bild eftir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskaland. Samkvæmt frumvarpinu munu foreldrar þurfa að sýna fram á að börn þeirra hafi verið bólusett, að öðrum kosti muni þau verða sektuð eða börnum þeirra meinaður aðgangur að daggæslu. Sektirnar geta numið allt að 2.500 evrum.

Mislingar hafa breiðst hratt út um heiminn að undanförnu og er Þýskaland það land þar sem útbreiðslan er hvað hröðust. Fjölgaði tilfellum um 651 milli mars og febrúar á þessu ári.

Þýskaland er fyrsta landið sem leggur til sektir fyrir að sleppa bólusetningum. Feta Þjóðverjar í fótspor borgaryfirvalda í New York sem hefur glímt við mislingafaraldur og eru foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín sektaðir um 1.000 dollara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -