Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Foreldrar uggandi í Kópavogi: Drengir með kylfur sagðir hóta að mæta aftur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöldi lögreglubíla sem og bíll sérsveitar ríkislögreglustjóra voru sendir á vettvang í gærkvöldi eftir að tilkynnt hafði verið um hópslagsmál  á lóð Hörðuvallaskóla í Kórahverfi í Kópavogi.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, lýsir atvikinu svo í samtali við Vísi: „Þetta voru um 150 til tvö hundruð krakkar. Þetta var mjög óljóst en engar tilkynningar eru um að nokkur hafi slasast. En þarna var gríðarlegur fjöldi af krökkum, fyrirgangur og einhverjir á bílum að elta krakka inni á skólalóðinni.“

Foreldri barns við skólann hvetur aðra forráðamenn til að mæta og vakta skólann í kvöld. Ungir drengir eru sagðir hafa mætt í gær með kylfur gagngert til þess að lúskra á öðrum krökkum. Fyrrnefnt foreldri segir innan Facebook-hóps íbúa hverfsins að þeir hafi hótað að mæta aftur í kvöld.

„Í gær þurfti hvorki fleiri næ færri en 4 lögreglubíla og 1 sérsveitabíl lögreglunnar vegna slagsmála á skólalóð Hörðuvallaskóla. Ungir drengir mættu þar gagngert að er virðist til þess að lemja aðra drengi og það með kylfum,“ segir maðurinn,

Hann segir að ástandið hafi verið hættulegt. „Sjálfur hringi ég beint á lögregluna og hleyp út þegar ég sá drengi koma hlaupandi í átt að skólanum og nokkra bíla á blússandi ferð inn að skólalóðinni. Þegar út er komið keyrir einn þessa bíla mig næstum því niður og þurfti ég í orðsins fyllstu merkingu að hoppa frá bílnum sem kom á ca 100km hraða frá skólalóðinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -