Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Forgangsraðar hlutunum í kringum sig upp á nýtt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Viktor Steinar eða Mælginn eins og hann er kallaður var að senda frá sér lagið Hvernig fer ásamt taktsmiðnum BngrBoy. Þetta er þriðja lagið sem þeir senda frá sér en annað lagið þeirra, Þú gerir mig, endaði á nýjustu plötu Emmsjé Gauta, Fimm.

Viktor Steinar kynnist BngrBoy eftir að hafa heyrt takta eftir hann á Myspace þegar hann var 16 ára gamall grunnskólanemi í Grafarvoginum. „Við gerðum eitt lag saman þá en fljótlega þróaðist þessi tónlistar-kunningsskapur okkar í vináttu. Núna 11 árum seinna erum við að klára þriðja lagið okkar.“

Cover eftir Reynir Þór

Eftir að Viktor fór að forgangsraða hlutunum í kringum sig upp á nýtt, minnka djammið og velja betur hvað og hverja hann langar að hafa í kringum sig er fókusinn til staðar hjá honum til að gera tónlist. „Mig langar að senda stórt „shout out“ á alla þá sem hafa staðið með mér í gegnum súrt og sætt í tónlistinni og í lífinu,“ segir Viktor peppaður.

Lagið Hvernig Fer fjallar um innri baráttu sjálfsins og um hið eilífa ströggl við að reyna að vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -