Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Formaður skipulagsráðs: „Ég er oft spurð af hverju ég hati einkabílinn svona mikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pírati og  formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segist elska fólk meira en einkabílinn. Skellt var í lás fyrir bílaumferð á Laugaveginum í dag.

„Áfram Laugavegurinn, áfram verslun og áfram fjölbreytt mannlíf!“ skrifar Sigurborg á Facebook í kjölfar þess að hún læsti bílahliði á Laugarvegi. „Ég er oft spurð af hverju ég hati einkabílinn svona mikið. Svarið er einfalt, ég elska fólk meira,“ skrifar hún á Facebook.

Meirihlutayfirlýsing Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG kveður á um að Laugavegur verði göngugata allt árið. „Við ætlum að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið og fjölga göngusvæðum í Kvosinni. Við endurhönnun gatna og annars borgarrýmis verða gangandi og hjólandi vegfarendur settir í forgang og sérstök áhersla verður lögð á fjölbreyttan trjágróður.“

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í fyrra að fela skipulagsráð að gera útfærslu að Laugavegi og Bankastræti sem göngugötu allt árið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -