Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að hætta formlegri leit að Rima Grunskyté Feliksasdóttur sem leitað hefur verið að frá því 23. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar.
Þar segir að ákvörðun um að hætta formlegri leit hafi verið tekin eftir fund með Svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 16 sem haldinn var í Vík í gærkvöldi.
Rima er talin hafa fallið í sjó af Dyrhólaey þann 20. desember 2019. Leit að henni hefur ekki borið árangur en henni hefur verið sinnt bæði formlega af stórum hópum björgunarsveitarmanna og einnig af minni hópum sem fylgst hafa með reki á fjörur á líklegum stöðum.
Óformlegri leit verður áfram sinnt eftir því sem aðstæður eru metnar gefa tilefni til hverju sinni er fram kemur í tilkynningu lögreglu.