Nýársnótt var fremur rólegf hjá lögreglunni en litaðist öðru fremur af líkamsárásum og hótunum. Ofbeldisseggur í miðborginni réðsr á annan með fólksulegum hætti. Lögregla var kölluð til og handtók fantinn. Þá vildi ekki betur til en svo að fórnarlambið veittist að lögreglunni og reyndi að frelsa fantinn. Þetta endaði með þvío að bæði þolandi opg gerandi voru settir í fangaklefa og bíða þess að svara fyrir ofbeldið á fyrsta degi ársins.
Úr einu af úthverfum borgarinnar barst lögreglu neyðarkall vegna líflátshótana. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvernig það mál endaði.
Tveir voru haandteknir, grunaðir um brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Þeir voru í þannig ástandi að lögreglan ákvað að fangelsa þá.
Svo virðist sem flestur hafi farið varlega með flugelda og tertur því lítið er um slys. Þó var óskað eftur aðstoð vegna brunaslyss á svæði Hafnarfjarðarlögreglu. Þarf hafði aðili hlotið brunasár vegna útikertis. Sá var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Á svipuðum slóðum var aðili handtekinn grunaður um stórfellda líkamsárás. Sá er einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hinn drukkni ofbeldismaður var vistaður í fangageymslu lögreglu.