Orðrómur
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, og Auður Jónsdóttir rithöfundur mættu á Rás 2 í morgun. Heitasta umræðuefnið snérist um flóttamenn og fjölmiðla. Björn Ingi hékk á orðinu einsog hundur á roði og Auður átti í basli við að reifa sín sjónarmið sem einkenndust af samúð með egypsku fjölskyldunni og öðru flóttafólki. Björn Ingi virtist meðmæltur þeirri hliðvörslu að fjölmiðlar gerðu minna af því að reyfa örlög flóttafólks. Nokkurs pirrings gætti undir lok samtalsins þar sem Auður reyndi að halda orðinu í samkeppni við þann málglaða Björn Inga. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, var ómyrkur í máli á Twitter:
„Björn Ingi, sem hefur lifibrauð sitt af því að troða sér í fjölmiðla, var að fárast yfir því á Rás 2 í morgun að fólk í neyð væri að fara með sín mál í fjölmiðla. Íslenska forréttindatuðið hefur náð nýjum hæðum“.