Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Forsætisnefnd Alþingis sammála siðanefnd og telur Þórhildi Sunnu hafa brotið siðareglur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykkt niðurstöður siðanefndar þingsins í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata. Hún hafi brotið siðareglur alþingis með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið greinir frá.

Álit forsætisnefndar verður birt á vef Alþingis í dag en málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar síðast liðinn föstudag. 

Þórhildur Sunna lét ummælin um Ásmund falla í Silfrinu á RÚV í febrúar 2018. Þar sagði hún að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu. Greiðslurnar voru á grundvelli akstursdagbókar hans. Þórhildur Sunna birti Facebook færslu síðast liðinn febrúar þar sem hún segir að viðmælendur þáttarins hefðu verið beðnir um að ræða spillingu innan hins opinbera. Með færslunni fylgir viðtalið við hana í Silfrinu.

Um miðjan maí síðast liðinn komst siðanefnd að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hefði brotið siðareglur með ummælum sínum um Ásmund vegna akstursendurgreiðslna. Siðanefnd tók ekki afstöðu til sannleiksgildi ummælanna en Ásmundur hefur viðurkennt að hafa þegið greiðslur fyrir keyrslur ótengda þingmennsku. Til dæmis greiðslur vegna sjónvarpsþáttaframleiðslu ÍNN. Niðurstaða siðanefndar var sú að hugtakið „rökstuddur grunur“ hefði sértæka lögfræðilega meiningu og vegna stöðu Þórhildar Sunnu hefði almenningur mögulega haldið að hún hefði aðgang að meiri gögnum en almenningur.

Forsætisnefnd sama um efni en ekki yfirborð

Í áliti forsætisnefndar segir að tilgangur siðareglnanna sé ekki að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það geti þó haft þýðingu hvernig tjáningu er komið á framfæri og við hvaða aðstæður. Skorður sem siðareglurnar setji lúti þannig ekki að efni tjáningar heldur að ytra búningi hennar, til að mynda um háttvísi og aðferð. Þá segir Fréttablaðið að forsætisnefnd telji siðareglurnar ekki gera ráð fyrir því að nefndi leggi mat á sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -