Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekkert óeðlilegt að rætt sé um skammtímasamning við samningaborðið í ljósi óvissunnar í efnahagsástandinu í heiminum, eins og segir í grein ruv.is.
Kemur fram að samninganefnd Eflingar hafi sent Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning sem gildir til eins árs; felur í sér krónutöluhækkun upp á 57 þúsund krónur á mánuði.
Katrín segir:
„Eðli máls samkvæmt yrði skammtímasamningur, hann myndi fela í sér minni aðkomu stjórnvalda. En eigi að síður einhverja aðkomu sem gæti skipt verulegu máli til að greiða fyrir samningum. Við erum alltaf í samskiptum við aðila vinnumarkaðarins. Við sitjum hér reglulega saman á fundum þjóðhagsráðs, þessi samskipti eru reglulega í gangi líka þegar ekki standa yfir samningaviðræður. Það er bara hluti af samfélagsgerðinni í raun og veru,“ sagði Katrín forsætisráðherra.