Laugardagur 28. desember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Forsaga Grease í vinnslu hjá Paramount

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndaverið Paramount vinnur nú að gerð myndarinnar Summer Lovin’ þar sem rakin verður forsaga atburðanna í hinni goðsagnakenndu kvikmynd Grease. Summer Lovin’ verður einnig söngvamynd og söguþráður hennar er sagður fylgja þeim atburðum sem lýst er í laginu Summer Nights – þar sem segir frá fyrstu kynnum aðalsöguhetjanna Danny og Sandy – nokkuð nákvæmlega. Leikstjóri verður Brett Haley en handritið er skrifað af Leah McKendrick.

Í Grease er þessum fyrstu kynnum Sandy, sem Olivia Newton-John leikur, og Danny, sem leikinn er af John Travolta, einungis lýst í texta lagsins en nú þykir sem sagt tímabært að útfæra þau samskipti á hvíta tjaldinu. Paramount er jafnframt sagt vera að íhuga hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að gera framhaldsmyndaflokk um það sem gerist í lífum þeirra Sandy og Danny áður en atburðirnir í Grease eiga sér stað.

Auk þessara kvimyndapælinga Paramount er sjónvarpsstöðin HBO einnig sögð vinna að sjónvarpsþáttaröð um söguhetjurnar úr Grease sem hotið hefur nafnið Grease: Rydell High.

Leikarar og væntanlegur útgáfutími fyrir bæði kvikmyndina og sjónvarpsþættina verður tilkynnt í samstarfi Paramount og HBO í fyllingu tímans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -