Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, verða í forsetaframboði 27. júní. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest framboð þeirra með auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag.
Framboðsfrestur vegna forsetakosninanna rann út föstudaginn 22. maí og skiluðu Guðni og Guðmundur Franklín báðir inn nægilegum fjölda meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningabærir, en báðir skiluðu gögnum sínum inn á föstudag.
Guðni var kjörinn forseti Íslands árið 2016 og er því að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili.
Guðmundur Franklín bauð sig fram til forsetaembættisins árið 2016, en dró framboð sitt til baka.