Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.4 C
Reykjavik

Forsetahjónin og Guðmundur Ingi settu Stóra plokkdaginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra settu Stóra Plokkdaginn formlega í dag klukkan 10:00 við Borgarspítalann. Í ár beina plokkara landsins athygli sinni að sjúkrastofnunum til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins sem staðið hefur vaktina og varið landsmenn.

Í dag er sól í heiði og í gær var fyrsti dagurinn sem enginn var greindur með kórónaveiruna hér á landi og því frábært tækifæri að fagna því með fjölskyldustund úti í náttúrunni og taka til hendinni.

Mynd / Mummi Lú

Nánar um Stóra Plokkdaginn

Í dag fer fram skipulagt Plokk í nánast öllum sveitafélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. Plokk á Íslandi er þannig að verða kaótísk fjöldahreyfing með kraftmikil útibú um allt land.

Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, engin aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt.

Hægt er að fylgjast með partýinu „live“ á Facebook síðunni Plokk á Íslandi sem iðar í dag af plokki og upplýsingum 

- Auglýsing -
Mynd / Mummi Lú

Svona áttu að plokka

Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Það er tilvalið í samkomubanni þar sem auðvelt er að virða tveggja metra regluna.

Deginum er skipt í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar kl.10:00 sú seinni kl13:00. Öllum er frjálst að taka þátt í hluta eða öllum, eða skipuleggja sína eigin dagskrá. Upplýsingar eru inn á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna.

- Auglýsing -

Plokk í fimm einföldum skrefum:
1. Finna ruslapoka, hanska og plokktangir
2. Klæða sig eftir aðstæðum
3. Finna hentugt svæði
4. Virkja fjölskylduna með
5. Virða reglur um fjölda og 2 metra regluna

Gætið fyllstu varúðar og brýnið fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Koma afrakstinum á réttan stað:
-Safnstöðvar sveitarfélaga: kynnið ykkur á heimasíðu sveitarfélagsins ykkar
-Terra og Krónan taka á móti minni pokum
-Sveitarfélög sækja stór verkefni: hringið eða sendið póst á sveitarfélagið ykkar

Mynd / Mummi Lú

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -