Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Forsetasonur smitaður: „Smitrakningarteymið hefur sent spurningalista og fylgst með líðan stráksa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elsti sonur forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid greindist með kórónuveiruna og er nú í einangrun. Forsetinn sagði frá þessu á Facebook síðu sinni.

Drengurinn er sem betur fer ekki mikið veikur og segir Guðni hann vera eldhressann.

“Smitrakningarteymið öfluga hefur sent spurningalista og fylgst með líðan stráksa. Allt er það mjög fagmannlega gert og við lýsum enn aðdáun okkar og þakklæti í garð heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem hafa staðið veiruvaktina í rúm tvö ár.“

Guðni er þríbólusettur og er því í smitgátt en þar sem það er aðeins liðin vika frá bólusetningu Elizu er hún í sóttkví ásamt hinum börnum hjónanna. Vegna þessa þarf að fresta veitingu nýsköpunarverðlauna forseta en hún átti að fara fram á morgun.

„Við hjónin færum öllum, sem nú eru veik af veirunni, batakveðjur. Sömuleiðis fær allt fólk í sóttkví, einangrun eða smitgát góðar kveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -