Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Forseti Íslands: „Slæmar fréttir frá París”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti Íslands, Guðni TH. Jóhannesson tjáir sig um bruna Notre Dame.

„Fortíð og framtíð, fólk nær og fjær. Slæmar fréttir bárust í gær frá París, að Notre Dame kirkjan, Kirkja Vorrar frúar, stæði í ljósum logum. Hún verður endurreist, lofa Frakkar, og því ber að fagna. Við verðum að eiga þræði sem tengja okkur við líf og sögu fyrri kynslóða, kunna að meta það sem getur staðist tímans tönn, þrátt fyrir allt, styrjaldir og aðra óáran,” segir í færslu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar á Facebook.

„Fortíð og framtíð, fólk nær og fjær. Slæmar fréttir bárust í gær frá París, að Notre Dame kirkjan, Kirkja Vorrar frúar, stæði í ljósum logum.”

Notre Dame er eitt helsta kennileiti Parísarborgar, en hún var reist á árunum 1163 til 1345  og milljónir manna heimsækja kirkjuna árlega. Í gær braust út eldur í kirkunni og átti slökkvilið borgarinnar í fullu fang með að ráða niðurlögum eldsins, en verkinu lauk ekki að fullu fyrr en í morgun. Tókst slökkviliðinu að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar og ýmsum merkum munum úr kirkjunni. Þak Notre Dame hrundi aftur á móti og ekki liggur enn fyrir hvað skemmdirnar eru miklar. Þá eru upptök eldsins óljós á þessari stundu en talið er að þau megi rekja til endurbóta á kirkjunni.

Forseti Frakklands hefur heitið því að kirkjan verði endurreist. Hefur söfnunarátak vegna þess verið hrundið af stað og hafa miklir fjármunir þegar safnast en þeir hafa borist víðs vegar að úr heiminum.

Fólk víða um veröld hefur lýst yfir sorg sinni vegna bruna Notre Dame. Í morgun sagði m.a. Frans Páfi að hugur sinn væri hjá Frökkum vegna eldsvoðans. Fjöldi Íslendinga hefur tjáð sig um málið, þar á meðal Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands í París, sem sagði í gær á twitter að sorglegt væri að sjá Notre Dame brenna. Forseti íslands segir ennfremur að það sé lán að enginn mannsföll hafi orðið af völdum brunans. „Og huggun var harmi gegn að enginn lét lífið í eldsvoðanum. Það lán hjálpar okkur vonandi að greina hismi frá kjarna í ys og þys líðandi stundar,” segir Guðni Th. í færslunni á Facebook.

Sjá einnig: Íslendingar í París í áfalli vegna Notre Dame: „Þetta er hryllingur!”

Mynd / Forseti.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -