Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Forseti Úkraínu biðlar til ESB um aðild þegar í stað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rétt í þessu deildi Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu myndbandi þar sem hann byður Evrópusambandið um að veita Úkraínu aðild að sambandinu þegar í stað, samkvæmt sérstakri málsmeðferð.

„Markmið okkar er að vera með öllum Evrópubúum og síðast en ekki síst að vera jöfn. Ég er viss um að það er sanngjarnt. Ég er viss um að við eigum það skilið,“ sagði hann í mynbandinu.

Í ræðu sinni sagði hann einnig að fangar með herreynslu yrðu látnir lausir ef þeir væru tilbúnir að taka þátt í baráttunni gegn Rússlandi.

Þessi mynd sýnir úkraínska konu hlusta á ræðu forsetans í síma í athvarfi fyrir flóttamenn í Beregsurany í Ungverjalandi.

Úkraínsk stjórnvöld tilkynntu í morgun á 5. degi innrásar Rússa á Úkraínumenn að 352 almennir borgarar hefðu fallið, þar af 14 börn. 1684 eru slasaðir og þar af 116 börn.

Samkvæmt Le Monde eru um 422.000 manns á flótta frá Úkraínu og eykst með hverjum degi.

Borgin Kharkiv er eins og stendur undir stjórn úkraínska hersins en fréttir herma að Rússar séu á leið inn í höfuðborgina Kænugarð.

- Auglýsing -

Fundur Úkraínu og Rússlands í Hvíta-Rússlandi

Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, tilkynnti í þessu að viðræður við Rússa í Hvíta-Rússlandi væru hafnar.

Fundurinn mun leggja áherslu á að ná tafarlausu vopnahléi og brotthvarfi rússneskra hersveita, sagði í yfirlýsingu úkraínska forsetans.

Í sendinefndinni sem er komin til Gomel-héraðs með þyrlu er með í för úkraínski varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov.

- Auglýsing -

Stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn að beita kjarnavopnum. Fyrirskipun hans um að sú sveit sem sér um kjarnorkuvopn hersins skuli sett í viðbragðsstöðu hefur víða vakið ugg. Hann kallaði þær „fælingarsveitir“ og sagði ástæðu tilskipunarinnar „árásargjarna framkomu“ Vesturlanda.

Alþjóðasamfélagið er uggandi yfir hótunum Pútíns, á meðan sumir telja hótanir Pútíns vera helst til gerðar til að „afvegaleiða“ frá innrásinni. Sendinefnd Úkraínu fer að landamærum Hvíta- Rússlands í dag til viðræðna við Rússland.

Mannlíf mun fylgjast með framvindu mála og flytja fregnir af fundinum dag.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -