Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian prýðir forsíðu nýjasta heftis indverska Vogue. Stjarnan deildi mynd af forsíðunni í vikunni en það eru ekki allir sáttir við að hún prýði téða forsíðu.
We have so many GORGEOUS Indian women who could be on the cover of @VOGUEIndia but you put Kim Kardashian on there. In 2018. Newp
— Sowmya Krishnamurthy (@SowmyaK) February 27, 2018
„Það eru svo margar GULLFALLEGAR, indverskar konur sem gætu verið á forsíðunni á indverska Vogue en þið setjið Kim Kardashian á hana. Árið 2018. Úff,” skrifar einn Twitter-notandi og annar tekur í sama streng:
„Hvenær mun indverska Vogue læra að Indverjar, sérstaklega ungar, indverskar stúlkur, vilja sjá fleiri andlit sem þær geta tengt við? Við sjáum nóg af Kardashian/Jenner-fjölskyldunni út um allan heim. Af hverju ekki að nota indverskar fyrirsætur?”
when will @VOGUEIndia ever learn that Indians, especially young Indian girls, want to see more faces that they can relate to? We see enough of the Kardashians/Jenners around the world. Why not use Indian models? pic.twitter.com/r6cj2MY8eZ
— sai sailaja seshadri (@Saisailu97) February 27, 2018
I can’t believe @VOGUEIndia featured Kim Kardashian on their cover as if we don’t see her featured on a different magazine every day. India’s vogue should embrace and feature their own south Asian women instead of choosing someone from pop culture
— fari (@fariiihaa) February 27, 2018
Sumir skilja ekki hatrið
Á einni myndinni í tímaritinu er Kim í lehenga, sem er hefðbundið, indverskt pils með útsaum. Það fer einnig fyrir brjóstið á fólki.
Umm Kim k for vogue India? Wearing a lehenga ? ?
— ? (@blondezaynstans) February 27, 2018
„Hmm, Kim K fyrir indverska Vogue? Í lehenga?” skrifar einn tístari, á meðan aðrir verja þessa ákvörðun tímaritsins.
Don’t understand the hate on @VOGUEIndia for featuring an international figure for business purposes once in a while. Doesn’t make them appreciate Indian or Asian women any less
— Elixir Nahar (@ElixirNahar) February 27, 2018
„Ég skil ekki þetta hatur í garð indverska Vogue að hafa alþjóðlega manneskju á forsíðunni í viðskiptalegum tilgangi endrum og eins. Það þýðir ekki að þeir kunni ekki að meta indverskar eða asískar konur,” skrifar einn notandi á Twitter.
people who are hating on @VOGUEIndia for their select international cover stars every once in a while really don’t understand how magazines work
— Yusra Siddiqui (@thatgirlyusra) February 27, 2018
„Fólk sem er að agnúast út í indverska Vogue fyrir að velja alþjóðlegar forsíðufyrirsætur endrum og eins skilur ekki hvernig tímaritabransinn virkar,” skrifar annar.
They put brown women on the cover all the time………..they get an international star on the cover once in a blue moon
— serenity (@adorelily) February 27, 2018
Fetar í fótspor systu
Svipuð viðbrögð urðu fyrir rétt um ári síðan þegar systir Kim, Kendall Jenner, prýddi forsíðu blaðsins. Þá gáfu forsvarsmenn tímaritsins út yfirlýsingu á Instagram þar sem þeir vörðu þetta val sitt á forsíðufyrirsætu.
„Á síðustu tíu árum hafa aðeins tólf alþjóðlegir einstaklingar verið á forsíðunni, þar á meðal Kendall Jenner árið 2017. Þess vegna eru níutíu prósent af forsíðufyrirsætunum okkar indverskar! Og við erum stolt af því.”
Kim Kardashian hefur ekki enn tjáð sig um þetta hitamál.