Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Forstjóri hafnar birtingu innherjaupplýsinga: „Man ekki hvernig þetta var orðað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hafnar því alfarið að innherjaupplýsingar hafi verið gefnar frá félaginu áður en það tilkynnti opinberlega um fyrirhugaða hlutafjáraukningu í vikunni. Hann segir engar slíkar hafa verið til hjá félaginu fyrr en stjórnin tók ákvörðun um aukninguna síðastliðinn mánudag og því hafi ekki verið hægt að miðla neinum innherjaupplýsingum í þreifingunum sem áttu sér stað við hluthafa.„Þessu er fljótsvarað. Það er alls ekki svoleiðis að innherjaupplýsingar hafi verið til staðar fyrir birtingu tilkynningar mánudaginn síðasta. Ef það er eitthvað sem Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið skoðar þá er það bara hið besta mál,“ segir Guðjón.

Líkt og Mannlíf greindi frá þykja þreifingar Reita á gráu svæði og Kauphöll Íslands mun skoða hvort tilefni sé til rannsóknar á meðferð innherjaupplýsinga fasteignafélagsins. Félagið tilkynnti í vikunni um boðun hluthafafundar þann 22. september næstkomandi þar sem það hyggst auka hlutafé félagsins um allt að 200.000.000 hluta eða um 9 milljarða króna sé horft til núverandi markaðsvirði Reita. Guðjón lýsti þvi yfir í samtali við Markaðinn að stjórnendur fyrirtækisins hafi þreifað fyrir áhuga hluthafa á mögulegri þátttöku í útboðinu áður en það var tilkynnt opinberlega.

það skiptir höfuð máli að ákvörðunin um hlutafjáraukningu var ekki tekin þegar þessi samtöl áttu sér stað

Guðjón ítrekar að öll samtöl sem áttu sér stað hafi verið óformleg og án allra skuldbidinga. Hann bendir einnig á að símtölin hafi ekkert endilega verið við núverandi hluthafa frekar en aðra. „Þannig er það bara að þú auðvitað leitar þér upplýsinga og hlerar umhverfið. Maður reynir að átta sig á því hvernig markaðurinn stendur. En það var aldrei þannig að við færum út með það að hlutafjáraukning væri ákveðin og fyrir 24. ágúst voru engar innherjarupplýsingar til. Það var alls ekki tilfellið,“ segir Guðjón.

Hlutabréf Reita lækkuðu um tæplega 6,5% á þriðjudag eftir að tilkynnt var um fyrirhugað hlutafjárútboð. Sé horft til síðastu 30 daga hafa bréf félagsins lækkað um tæp 18% í verði. Stærstu hluthafar Reita eru íslenskir lífeyrissjóðir og má þar nefna Gildi, Lífeyrissjóð verslunarmanna og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sem samanlagt eiga um 41% hlut í fasteignafélaginu.

Hafi Reitir gerst brotlegt við lög um verðbréfaviðskipti sem hafi skapað ójafnræði á markaði getur það varðar stjórnvaldsekt Fjármálaeftirlitsins eins og fordæmi eru fyrir. Einnig kann að vera að hluthafar sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna málsins vilji sækja skaðabætur til félagsins.

Aðspurður hvort það hafi verið viðrað í þreifingunum að hlutafjárútboð væri mögulega framundan segist Guðjón ekki muna nákvæmlega hvernig hlutirnir voru orðaðir. „Nei, ég man nú ekki hvernig það var orðað en það skiptir höfuð máli að ákvörðunin um hlutafjáraukningu var ekki tekin þegar þessi samtöl áttu sér stað og málið því ekki þannig vaxið að það hafi myndast neinar innherjaupplýsingar. Það er það sem skiptir megin máli,“ segir Guðjón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -