Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, er gert að greiða rúmlega 15 milljóna króna sekt innan tveggja mánaða, ella fara í fangelsi í 8 mánuði. Kveðinn var upp dómur í máli Teits við Héraðsdóm Reykjaness í gær. Hlaut hann einnig fjögurra mánaða skilorðsbudinn fangelsisdóm fyrir skattsvik.
Segir í dómnum að félag Teits, Sitrus hafi yfir nokkurra ára tímabil vangreitt skatt að upphæð tæplega 10,4 milljóna króna.
Teitur setti dóminn á Facebook síðu sína í gær þar sem hann skrifar færslu um málið.
Hann segist feginn að málinu sé lokið enda hafi það verið honum þungbært.
Sagðist hann aldrei hafa verið starfsmaður félagsins sem um næðir heldur aðeins skáður framkvæmdastjóri.
Færslu Teits má lesa hér að neðan í heild sinni:
„Fyrir 9 árum tók ég þátt í að fjármagna sprotafyrirtæki í auglýsingagerð og var skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Ég hef í gær hlotið dóm vegna aðkomu minnar að því. Ég var aldrei starfsmaður þess og þáði hvorki laun né aðra fjármuni frá félaginu. Reksturinn gekk ekki upp og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta 21. október 2015.