Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Forstjóri Samherja sigar lögreglu á uppljóstarann Jóhannes- Segist ekki hafa eitrað fyrir honum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært uppljóstrarann, Jóhannes Stefánsson, til lögreglu fyrir að halda því fram að eitrað hafi verið fyrir hann. Telur Þorsteinn Már að túlka megi frásögn Jóhannesar þannig að því sé haldið fram að hann og aðrir Samherjamenn eigi hlut að máli.

Eftir uppljóstranir Jóhannesar er hafin rannsókn á meintum mútum Þorsteins og undirsáta hans í Namibíu. Nokkrir meintir mútuþegar hafa verið fangelsaðir. Rannsóknn nær einnig til Íslands.

Forstjórinn krefst þess nú að lög­reglu­rann­sókn verði haf­in og að tek­in verði skýrsla af Jó­hann­esi og gagna aflað frá lögreglu í Suður-Afríku. Þá bendir forstjóri Samherja lög­regl­unni á það eðli­legt sé að rann­saka í leiðinni hvort fjár­svik hafi verið fram­in í tengsl­um við fjár­söfn­un sem stendur til að kosta læknismeðferð Jóhannesar vegna eitrunar erlendis.

„Þótt full­yrðing­ar Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar séu hreinn hug­ar­burður, sem mun að öll­um lík­ind­um rýra trú­verðug­leika hans enn frek­ar, er ljóst að þær fela í sér mjög al­var­leg­ar ásak­an­ir í garð for­stjóra Sam­herja. Með þeim geng­ur Jó­hann­es jafn­framt mun lengra en áður hef­ur sést,“ seg­ir á vefsíðu Samherja.

Þor­steinn Már seg­ist á vefsíðunni ekki hafa brugðist sér­stak­lega við ásök­un­um Jó­hann­es­ar hingað til. Núna geti hann aft­ur á móti ekki orða bund­ist leng­ur „því nú vill Jó­hann­es meina að ég eða sam­starfs­menn mín­ir hafi gert til­raun til að ráða hon­um bana. Lengra verður ekki ekki gengið en að bera mönn­um á brýn að ætla að ráða menn af dög­um,“ seg­ir Þorsteinn Már og segir sér vera gróflega misboðið og óhjákvæmilegt að spyrna við fótum.

Kæra Þorsteins Más bendir til þess að hann sé hamslaus af reiði. Jafnramt er áhugavert að hann skuli ekki hafa kært uppljóstrarann fyrir rangar sakargiftur með því að hafa lýst því að Samherjamenn hafi borið mútur á stjórnmálamenn og embættismenn í Namibíu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -