Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Forsvarsmenn Manna í vinnu stofna nýja starfsmannaleigu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. hafa stofnað nýja starfsmannaleigu. Formaður Eflingar hvetur fólk til að stunda ekki viðskipti við þetta nýja fyrirtæki.

Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafa stofnað nýja starfsmannaleigu, nýja fyrirtækið heitir Seigla ehf. „Við hvetjum öll fyrirtæki til að stunda ekki viðskipti við þetta nýjasta afsprengi vinnumarkaðarins,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í grein sem birtist á vef Eflingar. „Það myndi spara félaginu talsverðan lögfræðikostnað.“

 

Starfsmannaleigan Menn í vinnu rataði í fréttirnar á síðasta ári þegar 18 rúmenskir starfsmenn fyrirtækisins leituðu sér aðstoðar vegna vangoldinna launa. Starfsmennirnir greindu einnig frá því að þeir hafa dvalið í ólöglegu íbúðarhúsnæði og borgað háar upphæðir í leigu sem dregnar voru frá launum þeirra. Þeir kvörtuðu undan hótunum og illri meðferð. Efl­ing stéttarfélag út­veg­ði verka­mönn­un­um lög­mann sem fór með umboð af hálfu Eflingar til að innheimta vangoldin laun.

Í síðustu viku lagði Vinnumálastofnun 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu vegna stórfenglegt misræmi milli skráningar starfsmanna hjá Vinnumálastofnun annars vegar og starfsmanna sem greiddu skatt hins vegar. Þetta er í fyrsta skipti sem þessu sektarákvæði er beitt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -