Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Fóru yfir Atlantshafið á lítilli skútu – Stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var í september á því herrans ári, 2007 að sködduð seglskúta sigldi inn í Fáskrúðsfjararhöfn. Bar skútan rangnefnið Lucky Day. Tveir menn voru um borð, þeir Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason. Það leið ekki á löngu áður en höfnin ljómaði upp með blikkandi bláum ljósum.

Fjöldi sérsveitarmanna komu úr felum sínum og handtóku mennina tvo sem og þriðja manninn sem tók á móti þeim á höfninni.

Síðar átti eftir að koma á daginn að íslenska lögreglan í samstarfi við nokkur erlend lögregluembætti hafi fylgst með ferðum tvímenninganna og þeirra samstarfsmanna, allt frá lokum ársins 2006. Í skútunni var að finna ósköpin öll af eiturlyfjum. Um 23,5 kíló af amfetamíni fannst þar sem og tæp 14 kíló af MDMA dufti og 1.746 MDMA töflur. Um var að ræða stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. Kallaðist lögregluaðgerðin Pólstjarnan. Hafði aðgerðin staðið yfir í langan tíma. Eins og fyrr segir starfaði lögreglan á Íslandi í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld en þau voru í Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi, Hollandi og Noregi. Tengiliður íslensku lögreglunnar hjá Europol sá um samstarfið.

Í bók sinni Aðgerð Pólstjarna, lýsti Ragnhildur Sverrisdóttir taugatrekkjandi bið lögreglunnar eftir skútunni. „Nóttin leið í taugaspennu. Skipverjar á skútunni virtust ekkert alltof klárir á kúrsinum. Þeir vorureyndar enn svo langt frá landi að örlítil breyting á stefnu þar útiruglaði menn í landi í ríminu og gerði þeim ókleift að álykta með fullri vissu hvert skútan stefndi. Kannski voru skútumennirnir alls ekki vissir um hvar þeir voru staddir. Það var rigning, skyggni var mjög slæmt og aðeins fyrir kunnuga að átta sig á hvaða fjörður
var fyrir framan stefnið. Siglingalagið var hikandi, en frá skútunni hafa menn varla séð nema stærstu fjöll. Lögreglumennirnir bölvuðu sumir, bæði hátt og í hljóði. En þeir ætluðu sér ekki að missa þolinmæðina núna, eftir þessa löngu rannsókn, sem hafði svo oft reynt á þolrif þeirra. Um þrjúleytið voru menn vissir um að skútan kæmi annað hvort inn á Fáskrúðsfjörð eða Stöðvarfjörð. Þeir fylgust ekki bara með ferðum skútunnar með aðstoð áhafnarinnar á Ægi, heldur höfðu vökult auga með öllum mannaferðum uppi á landi. Rétt fyrir klukkan þrjú ók maður niður á bryggjuna á Stöðvarfirði, stöðvaði bíl sinn og gekk út úr honum. „Finnið út hver þetta er!“ kallaði Brandur, stjórnandi aðgerða fíkniefnalögreglunnar á staðnum. Þetta reyndist vera heimamaður, alls ótengdur siglingu skútu með fíkniefni frá Danmörku. Undir morgun var ljóst hvert skútan stefndi. Hún skreið inn á Fáskrúðsfjörð
áður en eldaði af degi.“

Tvímenningarnir, Alvar og Guðbjarni höfðu siglt skútunni yfir Atlantshafið en þeir voru reyndar ekki einir að verki. Einar Jökull Einarsson var ákærður fyrir að skipuleggja smyglið en einnig voru þeir Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnskelsson og Marínó Einar Árnason, ákærðir fyrir að eiga þátt í glæpinum. Sterkur grunur var um að annar maður hefði verið heilinn á bakvið smyglið en Einar Jökull neitaði að segja hver það væri. Þegar dómarinn í málinu spurði hann í réttarhöldunum hvernig honum hafi dottið í hug að senda menn á lítilli seglskútu yfir Atlantshafið í miðjum september, svaraði Einar Jökull með þeim orðum að „þetta þolir allan and­skot­ann“

Hlutu mennirnir 18 til níu og hálfs árs fangelsi. Einar Jökull hlaut þyngsta dóminn.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -