Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Föst um borð í rándýrri snekkju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Vonandi fara nú landamæri að opnast bráðlega svo auðveldara verði að fá flug heim,“ segir Apríl Harpa Tuankrathok sem hefur verið föst í Indónesíu vegna COVID-19 faraldursins og kemst ekki heim til Íslands með barnunga dóttur sína. Hún hefur búið í Indónesíu síðustu þrjú ár og upplifir nú fordóma í landinu þar sem útlendingum er kennt um að breiða út kórónuveiruna. Mannlíf ræðir við Apríl og nokkra Íslendinga sem búa erlendis um upplifun þeirra á tímum COVID-19 en næstum fjórir milljarðar, eða meira en helmingur jarðarbúa, hafa sætt einhvers konar útgöngubanni eða takmörkunum á ferða- og samkomufrelsi í 90 löndum á meðan faraldurinn geisar.

Apríl Harpa Tuankrathok er stödd í Indónesíu ásamt 5 mánaða dóttur sinni og suður afrískum unnusta. Síðustu mánuði hefur fjölskyldan hefur lent í ýmsum hremmingum vegna COVID-19 og er nú föst um borð í milljarða króna snekkju.

„Ég átti bókað flug til Íslands þann 19. mars en ekkert varð af fluginu vegna faraldursins og ég hef ekki fengið annað flug síðan,“ segir Apríl. „Við þurftum hins vegar að fljúga til Malasíu til að endurnýja landvistarleyfið sem var útrunnið og rétt sluppum til baka áður en Malasíu var lokað. Þá komumst við að því að tímabundið vegabréf dóttur minnar var ógilt og okkur mæðgunum var báðum vísað úr landi. Það átti að senda okkur með næsta flugi til Malasíu og þannig stía okkur fjölskyldunni í sundur. Við máttum ekki einu sinni fara af flugvellinum til að pakka. Þetta var rosalega andstyggilegt.“

Hún segir að þegar þetta gerðist hafi fjölskyldan verið flutt úr húsnæðinu sínu þar sem til stóð að flytja heim til Íslands. „Þannig að við vorum skyndilega húsnæðislaus með þriggja mánaða gamalt barn.“

Sem betur fer hafi þeim boðist vist í „æðislegri snekkju sem kostar um milljarð króna“. Tveimur mánuðum síðar er fjölskyldan enn um borð og segist Apríl vera í stöðugu sambandi við utanríkisráðuneytið til að komast til Íslands. „Nú krosslegg ég bara fingur og vona að það takist.“

Hún segir algjört útgöngubann gilda í Indónesíu og svo virðist sem heimamenn hafi fengið upplýsingar um að veiran berist með útlendingum. „Fyrir vikið vorum við hrakin burt með látum í upphafi faraldursins. Ef okkur vantaði mat þá þurftum við að láta sérstakt „batterí“ vita og það keypti mat handa okkur.“

- Auglýsing -

Erfiðast segir hún hafa verið þegar faðir unnusta hennar greindist með COVID-19 og dó tveimur dögum síðar. „Það er hræðilegt að vita til þess að hann hafi verið einn þegar hann lést og maðurinn minn þurfti að syrgja með fjölskyldunni í gegnum Skype. Vonandi fara nú landamæri að opnast bráðlega svo það verði auðveldara að fá flug heim.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -