Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Föstudagslögin urðu til á pítsukvöldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andri Ívarsson, gítarleikari og uppistandari, og Stefán Jakobsson, söngvari DIMMU, skipa dúettinn Föstudagslögin, en á þeim tæpu sex árum sem þeir hafa starfað saman hafa þeir ferðast vítt og breitt um landið og troðið upp.

 

Um helgina stíga þeir á svið á Bryggjunni Brugghús á föstudag og Fish House Grindavík á laugardag.

„Föstudagslögin urðu formlega til þegar Facebook-síðan okkar var gerð í febrúar 2014 sem heitir einmitt Föstudagslögin. Við höfðum þá hist nokkrum sinnum í partíum þar sem gítar var til taks og við virtumst „fíla“ samskonar tónlist,“ segir Andri.

„Eitt föstudagskvöldið fengum við okkur pítsu og tókum upp lag sem við settum á vefinn. Undirtektir stóðu ekki á sér sem var hvati til að halda áfram og höfum við nú hjólað í rúmlega 70 ábreiður frá upphafi.“

Tónleikahald hófst hjá strákunum í janúar 2016. „Cafe Rósenberg í Reykjavík var okkar staður, blessuð sé minning hans. Við fórum svo fljótt að fikra okkur yfir á landsbyggðina og þeim stöðum fer ört fækkandi sem við höfum ekki spilað á,“ segir Andri.

Félagarnir eiga báðir sterkar rætur að rekja til Akureyrar og er Græni hatturinn einn af þeirra uppáhaldsstöðum. Andri segir þá annars alltaf spennta fyrir því að kíkja á nýja staði og er bæjarhátíðavertíð sumarsins í sérstöku uppáhaldi. „Ekki höfum við enn látið til okkar taka í útlöndum enda ráðsettir og gamlir menn.“

- Auglýsing -
„Eitt föstudagskvöldið fengum við okkur pítsu og tókum upp lag sem við settum á vefinn.“

Hvernig hefur ykkur verið tekið? „Blanda af tónlist og gríni er eitthvað sem fólk elskar og við munum ekki eftir því að erfitt hafi verið að fá tónleikagesti með okkur í stuðið og stemninguna. Þetta er bara eitthvað sem rúllar áfram á afslappaðan hátt.“

Félagarnir starfa báðir í öðrum hljómsveitum og verkefnum, en Andri segir Föstudagslögin ólík öðru sem þeir eru að vinna við þar sem formið hjá dúettinum er mjög opið. „Við veljum lögin yfirleitt eitt á eftir öðru uppi á sviði og grínumst gjarnan með það sem okkur dettur í hug hverju sinni milli laga.

Föstudagslögin eru orðin fastur liður í okkar tilveru og eru engin plön uppi um að stöðva það eilífðarpartí.“

- Auglýsing -

Fylgjast má með dúettinum á Facebook: Föstudagslögin og miða má finna á Tix.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -