Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fótboltamaður byggir upp fasteignaveldi – Athafnamaðurinn Guðjón Pétur skorar innan vallar og utan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn, Álftnesingurinn og fótboltakappinn Guðjón Pétur Lýðsson er ekki bara að gera það gott inni á vellinum; utan vallar stendur hann í ströngu við að byggja upp fasteignaveldi sitt.

Guðjón Pétur er reyndur og öflugur leikmaður sem hefur komið víða við; reyndi meðal annars fyrir sér í atvinnumennsku í Svíþjóð með góðum árangri – varð sænskur deildar- og bikarmeistari með Helsingborg. Þá varð hann Íslandsmeistari með Val árið 2017. Í dag leikur Guðjón Pétur með ÍBV í næstefstu deild og er þessi skapmikli, drífandi og ákveðni leikmaður að gera góða hluti.

Hann segir meðal annars í samtali við Eyjafréttir að „lífið er yndislegt í Vestmannaeyjum,“ og verði fullkomnað þegar fjölskyldan hans verði komin með fasta viðveru þar. Guðjón á tvo syni; sá þriðji á leiðinni.

„Ég hlakka til að leyfa þeim að upplifa eyjuna og ætla að vera duglegur að fara á kajak og labba út um allt og skoða. Finnst eins og ég sé kominn á leynistað – enda fegurðin á eyjunni mögnuð“ segir Guðjón Pétur sem er nýr eigandi annarrar og þriðju hæðarinnar í Landsbankahúsinu við Bárustíg.

Guðjón Pétur festi nýlega kaup á þremur hæðum í þessu húsi í Vestmannaeyjum.

Segir fótboltamaðurinn og fasteignakaupandinn „að til standi að gera íbúð á þriðju hæðinni en Vestmannaeyjabær muni leigja aðra hæðina svo lengi sem þörf er á, eða þangað til að framkvæmdum lýkur við Ráðhúsið.“

Guðjón Pétur er æ meira að gera sig gildandi á fasteignamarkaðnum eftir því sem styttist í annan endann á fótboltaferlinu. Hann er þekktur fyrir gott auga fyrir góðri fasteign á markaðnum og til að mynda keypti Guðjón Pétur húsnæði á Akureyri þann örstutta tíma sem hann var leikmaður KA árið 2018.

- Auglýsing -

Í dag er það svo að á mjög stuttum tíma í Vestmannaeyjum hefur Guðjón Pétur leikið átta leiki með ÍBV í næstefstu deild í sumar, skorað í þeim þrjú mörk og keypt tvær hæðir.

Guðjón Pétur hefur leikið átta leiki með ÍBV í næstefstu deild í sumar og skorað í þeim þrjú mörk og keypt tvær hæðir í húsi.

Guðjón Pétur er fjölhæfur maður; starfaði sem húsvörður í Urriðaholtsskóla og byggir hús eins og ekkert sé. Á sínum tíma, þegar hann lék með Stjörnunni, tók hann sæti í Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar og Guðjón hefur verið viðloðandi pólitík fyrir Garðabæjarlistann; var í sjötta sæti listans í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ af íþróttabraut og útskrifaðist einnig af húsasmíðabraut frá Iðnskólanum í Reykjavík.

Framtakssamur maður hann Guðjón Pétur.

Á tímabili vann Guðjón Pétur hjá Sportmönnum ehf. sem rekur Adidas-umboðið á Íslandi, og í framhaldi af því byrjaði hann að gera upp íbúðir. Þá stofnaði hann Gpl slf. sem í dag er fasteignafélag sem leigir út íbúðir. Guðjón er einnig einn af eigendum North Investment ehf. sem starfrækir fjórtán skrifstofurými til útleigu til minni fyrirtækja og einstaklinga.

- Auglýsing -

Guðjón Pétur Lýðsson er því búinn að gera sig gildandi á fasteignamarkaðinum; byggir hratt og örugglega upp fasteignaveldi sitt og skorar í leiðinni nokkur mörk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -