Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Fótboltamaðurinn Emil Pálsson: „Man allt þar til fimm mínútum fyrir hjartastoppið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Emil Pálsson, atvinnumaður í fótbolta í Noregi frá 2018, hné niður í leik Sogndal og Stjördals-Blink mánudaginn 1. nóvember og fór í hjartastopp eins og kunnugt er.
Hröð viðbrögð á vellinum björguðu lífi Emils, því hann var endurlífgaður á vellinum og var svo flogið með þyrlu á sjúkrahúsið í Bergen þar sem hann lá svo í átta daga. Fréttastofa RÚV ræddi við Emil.

„Eins og staðan er akkúrat núna þá líður mér bara mjög vel. Þetta er búin að vera löng vika og erfið. En með hverjum deginum sem líður akkúrat núna þá hef ég sífellt meiri orku. Eftir að hafa losnað út af sjúkrahúsinu þá er mikill stígandi á stuttum tíma. Mér líður núna eins og ég sé manneskja aftur, ekki fastur við rúm og við alls konar snúrur og tæki eins og ég var í langan tíma. Þannig akkúrat eins og staðan er núna þá er ég góður, sagði Emil.

Mynd. Skjáskot/RÚV

Man allt þar til fimm mínútum fyrir hjartastoppið

„Frá deginum sjálfum þá man ég allt skýrt svona þar til fimm mínútum áður en ég fór í hjartastoppið. Þannig að allur dagurinn var bara eins og venjuleg rútína er hjá mér á leikdag. Svo mætum við í leikinn og byrjum á upphitun. Ég fann ekkert þar sem var öðru vísi en vanalega. Svo byrjaði leikurinn og eftir sjö mínútur þá skorum við.

Ég man eftir því augnabliki og ég man eftir að hafa hlaupið með öllu liðinu út í eitt hornið á vellinum að fagna markinu. Svo man ég eftir því að hafa hlaupið til baka og svo hófst leikurinn aftur og við fórum í pressu. Svo man ég ekki meira. Það er svona síðasta augnablikið sem ég man.

Þegar við hlaupum fram völlinn í pressu. Það er svona rútína sem við förum í eftir mark, að pressa strax til að halda augnablikinu gangandi. Svo líða alveg fimm mínútur held ég eftir það frá því við skorum og þar til ég fór í hjartastoppið. Ég man ekkert frá þeim tíma. En ég var víst mjög vel inni í leiknum á þessum mínútum.

Bara nokkrum sekúndum áður en þetta gerist þá fékk ég víst boltann og sendi hann yfir í hægri kantinn og svo einhvern veginn eftir að ég sendi þangað, þegar ég er að hlaupa áfram þá dett ég niður,“ sagði Emil þegar hann ræddi við RÚV í dag.

Gott að finna að fólki er ekki sama

Emil hefur fengið mikið af hlýjum kveðjum og skilaboðum frá fjölda fólks, hvaðanæva af úr veröldinni. En hvernig var fyrir hann að fá símann í hendurnar á sjúkrahúsinu í Bergen?

- Auglýsing -

„Það var náttúrulega heilum sólarhring eftir að þetta allt gerðist sem ég fékk símann. Þannig síminn var náttúrulega bara sprunginn. Það voru skilaboð frá alls konar fólki. Ég þurfti að taka bara nokkra daga í að fara yfir skilaboðin. Það var náttúrulega mjög sérstakt að gera það og sjá hvað var mikið af fólki sem var ekki sama um hvað hafði gerst og hafði tekið sér tíma í að senda mér stuðning og það auðvitað hjálpar manni þvílíkt þegar maður liggur í rúminu.

Að fara í gegnum svona skilaboð þá gefur það manni auka kraft. Það gerði það klárlega þarna á þessu tímabili.“

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilara RÚV

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -