Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Fótbolti og fl sem getur skemmt bíl og búnað ætti að vera bannaður á öllum tjaldsvæðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það eru mörg og misjöfn vandamál mannanna í heimi þessum. Vandamál Brynjólfs snýr að því að hann vill láta banna fótbolta og annað þvíumlíkt á tjaldstæðum landsins. Því lýsti hann yfir á Facebook hópnum Tjaldsvæði – umræðu vettvangur.

„Fótbolti og fl sem getur skemmt bíl og búnað ætti að vera bannaður á öllum tjaldstæðum“ segir Brynjólfur.

Auðvitað láta viðbrögð þess góða fólks sem í hópnum er, ekki á sér standa:

Ásdís er orðin smeyk við neikvæðni fólks: „Þetta fer að verða leiðinlegasta og neikvæðasta grúppan á Facebook….. er farið að hræða mig hvað það er til mikið af neikvæðu fólki“. Jón segir að bílarnir eigi að fara út af tjaldsvæðinu. Sigríður bendir líka á að bílarnir eigi ekki heima á tjaldsvæðinu: „Bílarnir eiga ekki heima á tjaldstæðum…. börn og tjöld eru í hættu á tjaldstæðum fyrir bílaumferð…. Hafa þetta eins og þegar ég var púki þá keyrði fólk inn á grasflatirnar með tjaldgræjurnar og lagði svo bílunum á bílastæði“. Áslaug vill láta banna dróna: „Drónaflug ætti að vera bannað yfir tjaldsvæðum. Leiðinlega böggandi í fríi að hafa suðandi njósnatæki yfir sér“. Arnar segir það eins og það er: „Í guðanna bænum, það er allt of gott veður fyrir svona röfl“.

Hilmar gerir að gamni sínu og segir: „Líka banna að grilla því reykurinn fer í önnur tjöld. Bannað að hrjóta því það heldur vöku fyrir fólki. Leggðu bílnum bara fyrir utan svæðið ef þú ert svona hræddur við þetta, börn/fólk leika sér á tjaldsvæðum. Þetta er svipað og að setjast í vaðlaugina í sundi og kvarta undan því að krakkar í leik skvetti á þig. Færðu þig bara“.

Arnar lætur Brynjólf hafa það óþvegið: „Börnin eru ekkert vandamál, ég skil þessa gremju 100% sumir mæta með bíl og hjólhýsi sem kostar saman oft nærri 20 miljónum, svolítið kjánalegt að skjóta manninn á kaf af því hann vill ekki eiga beyglaðan bíl og skemmt hjólhýsi, þetta er spurning að kenna börnunum að vera aðeins til hliðar í boltaleik þó þér sé drullu sama um beyglurnar á þínu hjólhýsi þá er næsti ekki endilega á sama máli “. Guðlaug kemur Brynjólfi til bjargar og er honum sammála: „Ég varð vitni af því þegar að frispy diskur stórskemmdi hjólhýsi. Sammála það á að banna bolta og diska inni á tjaldsvæði það eiga að vera sér flatir“. Hjördís er hnyttin: „Það er óþolandi að sjá börn úti að leika sér, hvar eru spjaldtölvurnar“.

- Auglýsing -

Árni segir: „Umræða sem þessi sannfærir mig um það hversu dásamlegt það er að eiga bara tjald sem hægt er að bera þangað sem manni sýnist. Fjarri öllum, beintengjast náttúrunni, þögn, kyrrð og fátt sem minnir á hversdagslífið. Algjör slökun. Hin venjulegu tjaldstæði flest hver eru fordyri vítis í hugum náttúruunnenda. Hér er mynd af hinu fullkomna tjaldstæði“. Myndin sem Árni setur inn er ákaflega friðsæl og falleg, sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -