Konan stóð ein og ráðvillt við húsið í göngugrind sinni. Hún getur að sögn systur hennar ekki gert sig skiljanlega við ókunnuga og er ekki fær um að segja hvar hún býr. Það vildi henni til happs að íbúi í fjölbýlishúsinu sá hvernig komið var og þekkti konuna.
„Hún var ofboðslega hrædd“
Hún segir að næturvaktin í húsi systur sinnar hafi þá verið nýbúin að hringja og undraðist að systir hennar var ekki komin heim. Hún vildi vita hvort hún væri enn í heimsókninni.
„Í ókunnu blokkina komu sjúkraflutningarmenn og skiluðu henni heim á Skálatún. Ég ræddi við systur mína í síma skömmu síðar og hún var ofboðslega hrædd. Skaðinn er skeður, ég er algjörlega rasandi yfir þessari mannfyrirlitningu sem birtist í því að skilja manneskju sem ekki getur tjáð sig eftir aleina eftir í stigagangi í einhverri blokk. já ég er sjóðandi reið en það vegur þyngra að systir mín hafi þurft að upplifa skelfilegan ótta í alls ókunnugu umhverfi og án möguleika til að tjá sig,“ segir systir fötluðu konunnar í færslu sinni á Facebook í morgun. Hún segist vera eilíflega þakklát manninum sem bar kennsl á hana og kom því til leiðar að hún kæmist heim til sín.
„Ég mun aldrei aftur reiða mig á Ferðaþjónustu fatlaðra,“ skrifar hún að lokum.