Nanna Kristín Tryggvadóttir er að hætta sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þessi tímamót verða þar sem hún hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi. Fyrirtækið rekur meðal annars fataverslanir Jack & Jones, Vero Moda, Selected, Vila og Name It.
Nanna Kristín hefur víða komið við undanfarið. Áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Þá starfaði hún einnig í Landsbankanum sem aðstoðarmaður bankastjóra. Hún er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.