Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Frá sænskri sveit yfir í enska herragarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, er misvirkur lestrarhestur sem kann best að meta skáldssögur af ýmsu tagi. Hér segir hún frá þremur bókum sem hafa haft mikil áhrif á hana.

 

Börnin í Ólátagarði

„Sænsk sveit er draumastaður í mínum huga eftir kynni mín af söguheimi Astrid Lindgren. Ég gæti nefnt margar bækur eftir þennan uppáhaldshöfund sem hafa haft áhrif á mig en hér ætla ég að nefna Börnin í Ólátagarði. Ég átti fyrstu tvær bækurnar og las þær margsinnis. Í henni segir frá börnunum í Suðurbæ, Miðbæ og Norðurbæ og þeirra ævintýrum í hversdeginum sem er einhvern veginn alltaf sveipaður töfraljóma hjá Lindgren.“

„Sænsk sveit er draumastaður í mínum huga eftir kynni mín af söguheimi Astrid Lindgren.“

Hroki og hleypidómar – Jane Austen

„Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu.“ Hroki og hleypidómar byrjar frábærlega og varð strax uppáhaldsbók þegar ég las hana fyrst. Ég var mjög kunnug staðháttum í enskum sveitum og herragörðum þegar ég kynntist Elizabeth Bennet og fjölskyldu eftir að hafa lesið ógrynni af ástarsögum sem gerðust á þeim slóðum en Hroki og hleypidómar tók þeim öllum fram. Skemmtilegar og skrítnar söguhetjur leiða lesanda hratt og örugglega í gegnum þessa dásamlegu bók.“

Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen.

Just Kids – Patty Smith

- Auglýsing -

„Ég heillast af uppvaxtarsögum, sjálfsævisögum eða skáldævisögum. Just Kids eftir Patty Smith fellur í þann flokk en hún varð umsvifalaust uppáhaldsbókin mín eftir að ég las hana fyrst. Í bókinni segir Patty Smith frá tíma sínum í New York með listamanninum Robert Mapplethorp sem varð sambýlismaður hennar og sálufélagi. Lesandi fær góða innsýn inn í bakgrunn Patty Smith og lífsýn. Hún er fæddur bóhem, elskar frönsk skáld frá unga aldri og fer að heiman til þess að verða listamaður. Frásögnin af þessum mótunartíma Patty Smith þar sem sambandið við Mapplethorpe er í brennidepli er einlæg en algjörlega laus við tilgerð og svo heillandi að ég hef lesið bókina nokkrum sinnum auk þess að lesa ýmislegt annað eftir hana.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -