Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

„Frá vöggu til grafar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ráðstefnan Slysavarnir er haldin nú um helgina í þriðja sinn á Grand Hótel Reykjavík. Á ráðstefnuna mætir fagfólk úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi.

 

„Við búumst við um 200 manns í heildina,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Allir sem hafa áhuga geta mætt og skráð sig á staðnum á föstudag.“

Svanfríður Anna Lárusdóttir

Yfir 20 fyrirlestrar verða haldnir, ýmist á íslensku eða ensku. „Umræðuefnin spanna allt frá vöggu til grafar, en fyrst og fremst er verið að fjalla um umferðina og slys í umferð bæði á ferðamönnum og öðrum. Slysaskráning verður tekin fyrir en kannski gerir fólk sér ekki grein fyrir að það eru yfir 30 þúsund einstaklingar skráðir með slys árið 2018 og þar af eru um 12 þúsund yngri en 19 ára. Þessar tölur hafa lítið breyst á milli ára.“

„Umræðuefnin spanna allt frá vöggu til grafar“

Slysavarnir snerta alla

„Slysavarnir eru eitthvað sem allir vilja tala um. Við vorum að koma núna í vikunni frá Evrópuráðstefnu um slysavarnir. Þar var meðal annars talað um símanotkun, og ekki bara undir stýri, því núna eru lönd farin að „keppast“ um hvar flest „selfie“-slysin eigi sér stað. Indland, Rússland og Pakistan eru efst á listanum, en sem dæmi má nefna að síðasta sunnudag létust fjórir einstaklingar í Indlandi þar sem viðkomandi voru að taka sjálfu eftir brúðkaup. Einn datt út í vatn, dró fjóra með sér og allir drukknuðu nema einn, sem brúðgumanum tókst að bjarga,“ segir Svanhildur. „Ísland er ekki komið á listann, þar sem við erum ekki farin að skrá „selfie“-slys en við erum að tala um alls konar ný slys sem eru komin í mælingar og mörg þeirra fylgja tækninni. Það er margt sem kom á óvart á Evrópuráðstefnunni.“

Veggspjaldasýning með fróðleik um slysavarnir

- Auglýsing -

Samhliða ráðstefnunni er haldin veggspjaldasýning þar sem ráðstefnugestir geta kynnt sér fróðleik um slysavarnir, bæði unnin verkefni og niðurstöður rannsókna. Yfir 12 fyrirtæki og stofnanir, auk slysavarnadeilda kynna vörur sínar og verkefni, og niðurstöður kannana og rannsókna. „Samgöngustofa verður með og Öryggismiðstöðin kynnir nýja snjallhnappinn fyrir eldri borgara, svo aðeins nokkrir séu nefndir.“

Skemmtidagskrá í Sæbjörgu

Ráðstefnur eru ekki bara til að læra nýjan fróðleik, heldur einnig vettvangur til að kynnast öðrum félögum, spjalla saman á óformlegum nótum og deila reynslu sín á milli. Á föstudagskvöldinu munu ráðstefnugestir hittast í móttöku um borð í skólaskipinu Sæbjörgu, þar sem Hera Björk Þórhalldsdóttir mun syngja lög á ljúfum nótum við undirleik Björns Thoroddsen.

- Auglýsing -

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu hennar: www.slysavarnir.is.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá svipmyndir frá ráðstefnuninni sem haldin var 2017.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -