Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Frábærar fréttir af Guðmundi Felix – Laus af gjörgæslu og horfur góðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Guðmundur Felix Grétarson losnar af gjörgæslu í dag þar sem hann hefur verið undir ströngu eftirliti eftir einstaka skurðaðgerð, þá fyrstu sinnar tegundar í veröldinni. Hann mun síðdegis í dag eða kvöld ávarpa sjálfur íslensku þjóðina.

Guðmundur Felix, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir. Læknar hafa lýst því yfir að batahorfur Guðmundar líti vel út þar sem blóðflæði er út í allar fingur.

Guðmundur er sá fyrsti sem hefur gengist undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir og er þetta sagt stórt skref í læknavísindum. Hann var aðeins 26 ára gamall þegar hann missti báða handleggi í kjölfar vinnuslyss og nú, 23 árum síðar hefur hann fengið nýja handleggi. Guðmundur hefur verið búsettur í Lyon frá árinu 2014.

Í gærkvöldi sendu aðstandendur Guðmundar út tilkynningu þess efnis að hann losni af gjörgæslu í dag. „Hlutirnir eru í góðri þróun. Aðeins smávægilegar flækjur hafa orðið fram til þessa. Búist er við því að hann verði útskrifaður af gjörgæslu á morgun. Vonandi fær hann þá í fyrsta sinn að fara úr sjúkrarúminu eftir aðgerðina. Síðar um daginn, þá vonast Felix til þess að eiga viðtöl í beinni við íslenska fjölmiðla,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -