Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Frábært tímabil kórónað og linnulaust málþóf Miðflokksins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hverju tölublaði tiltekur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góða viku og slæma viku. Að þessu sinni eru það Patrekur Jóhannesson og Steingrímur J. Sigfússon sem eru hinir útnefndu.

Góð vika
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss

Patrekur Jóhannesson kórónaði frábært tímabil á Selfossi með því að landa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagins. Sigurinn var svo sannarlega verðskuldaður því ungt og kraftmikið Selfosslið sýndi frábæra takta í úrslitaseríunni gegn Haukum.

Valsmenn hljóta að naga sig í handarbökin því frá því þeir létu Patrek taka pokann sinn í ársbyrjun 2013 hefur hann gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Hauka og Selfoss. Patreks bíða nú stærri verkefni því hann mun þjálfa danska stórliðið Skjern á næsta tímabili og tekur hann hinn magnaða Elvar Örn Jónsson með sér út.

Slæm vika
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis

Tvær baráttukonur fengu álit frá opinberum aðilum í hausinn í liðinni viku. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun hafa brotið siðareglur þingsins á meðan Persónuvernd úrskurðaði að upptaka Báru Halldórsdóttur á Klaustursbar hafi verið ólögleg. Vissulega skellur en hugur flestra landsmanna hlýtur þó að vera hjá forseta Alþingis og varaforsetum þess sem eru nauðbeygðir til að sitja undir linnulausu málþófi Miðflokksins um þriðja orkupakkann.

Það fer að verða einkennismerki Miðflokksins að tala um eigið ágæti fram á nótt en það hlýtur að varða við einhvers konar lög að láta þriðja aðila sitja undir því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -