Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Frægir á einkaþotum sleppa við hefðbundna sóttkví – Brot Ballarin enn til rannsóknar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dæmi eru um að farþegar sem hingað koma til lands með einkaþotum fái undanþágur frá hörðum sóttvarnarreglum eða brjóti hreinlega gegn settum reglum. Heimildir Mannlífs herma að efnaðir, frægir og mikilsvirtir einstaklingar sem hingað koma fari ekki í hefðbundna sóttkví heldur haldi rakleiðis til verkefnanna sem þeir komu hingað til.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir staðfestir slík dæmi í kórónuveirufaraldrinum og segir að embættið hafi skoðað þetta sérstaklega í sumar. „Þetta kom svolítið upp fyrr í sumar og við könnuðum þetta. Við höfum fengið dálítið af meldingum um að menn væru ekki að fara eftir því sem samið var um. Oftast voru þessar sögusagnir á misskilningi byggðar en það voru líka tilvik sem stóðust. Ég hef ekki heyrt neitt um þetta upp á síðkastið en við getum auðvitað ekki haft eftirlit með öllum alla daga,“ segir Þórólfur og bætir við:

„Þeir sem eru að koma hingað í ákveðnum erindagjörðum fara í ákveðna tegund af sóttkví og þá er yfirleitt sótt um undanþágu fyrir það. Þá fer það í svokallaða vinnusóttkví og ég hef ekki heyrt nein brögð af því að fólk sé ekki að fara eftir því. Það er þannig að fólk sem er að koma hingað í ákveðin verkefni, þá ákveðin nauðsynleg starfsemi sem það er að vinna af hendi, og fær að vinna verkefnið í sóttkvínni. Það hefur verið mikið sótt um það og við höfum reynt að koma til móts við slíkar óskir. Það er líka mörgum neitað um undanþágu.“

Samkvæmt sóttvarnareglum eiga allir þeir sem koma til landsins að undirgangast tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Frægasta brotadæmið í faraldrinum er líklega koma bandaríska fjárfestisins Michele Roosevelt Edwards Ballarin til landsins. Hún margbraut sóttkví vegna leynifunda hérlendis. Bankastjóri Kvikubanka hraktist meðal annars í einangrun vegna brotanna. Á endanum voru brot hennar tekin til rannsóknar hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin stendur enn yfir samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Ballarin margbraut sóttvarnarreglur þegar hún var hér á landi í kringum hlutfjárútboð Icelandair. Hún fór meðal annars á fund með stjórnendum Kvikubanka, á kaffihús og út að borða þrátt fyrir að eiga að vera í sóttkví. Talsmaður hennar sagði brotin framin af misskilningi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -