Þjóðþekktir einstaklingar stíga fram og lýsa yfir stuðningi við þolendur ofbeldis. Í nýútgefnu myndbandi hlaðvarpsins Eigin konur er notast við myllumerkið #metoo, með yfirskriftina „Ég trúi“ og hefur myndbandið vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.
Á meðal einstaklinga eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaherra, Víðir Reynisson yfirlögregluþjón almannavarnarsviðs, Saga Garðarsdóttir leikkona, Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og Erna Kristín Stefánsdóttir baráttukona. Þau trúa þolendum og eru flestir sem bregða fyrir í myndbandinu þolendur, vinir eða makar þolenda.
Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir eru kjarnakonurnar á bak við Eigin Konur. Þær sömdu handritið að myndbandinu ásamt Davíð Goða Þorvarðarsyni, sem sá einnig um leikstjórn þess.
View this post on Instagram