Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Frænka Donalds Trump varpar ljósi á það sem mótaði „skemmda manninn“ í nýrri bók

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfsævisaga Mary Trump, frænku Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun líta dagsins ljós í lok júlí. Í bókinni afhjúpar hún frænda sinn og gerir tilraun til að segja frá því hvernig uppeldið og æskuárin gerðu hann að þeim „skemmda“ manni sem hann er í dag.

Mary er 55 ára gömul bróðurdóttir Donalds Trump. Faðir hennar var Fred Trump yngri sem lést árið 1981. Mary hefur forðast sviðsljósið síðan frændi hennar varð forseti en hefur þó aldrei verið hrædd við að gagnrýna hann á opinberum vettvangi

Bók Mary, Too Much And Never Enough: How My Family Created the World’s Most Dangerous Man, kemur út 28. júlí.

Í bókinni segir Mary meðal annars frá því hvernig hún kom gögnum á blaðamenn New York Times sem varð til þess að þeir fjölluðu ítarlega um fjármál og skattsvik hans árið 2018. Í greininni var ljósi varpað á það hvernig hann stórgræddi á að skjóta undan skatti og hlaut umfjöllunin Pulitzer-verðlaun.

Í lýsingu um bókina segir að Mary greini frá því hvernig frændi hennar varð að þeim manni sem hann er í dag og hvernig ákveðnir atburðir og fjölskyldumynstur mótuðu „skemmda manninn“ sem núna er Bandaríkjaforseti.

Í bókinni reynir Mary einnig að varpa ljósi á samband Donalds Trump við föður sinn, Fred Trump, sem hún segir hafa verið skrítið og skaðlegt.

- Auglýsing -

Mary og Donald hafa átt í deilum í um tvo áratugi en Mary höfðaði mál gegn honum árið 2000 vegna erfðaskrár Freds Trump, föður Donalds, þar sem hún vildi meina að Donald hefði beitt sér til að faðir hans breytti erfðaskrá sinni eftir að hann greindist með heilabilun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -