Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Framkoma Agnesar biskups: „Um að gera að nota stöngina fyrst hún er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lokaþáttur Framkoma, sjónvarpsþátta Fannar Sveinssonar, var sýndur á Stöð 2 í gær. Í þáttunum fylgir Fannar þekktum íslendingum meðan þeir hafa sig til fyrir hinna ýmsu viðburði bæði heima og erlendis.

Þrír einstaklingar í hverjum þætti, alls 18 einstaklingar, sem Fannar hefur kynnt fyrir sjónvarpsáhorfendum á nýjan og skemmtilegan hátt.

Í lokaþættinum fylgdi hann meðal annars Agnesi Sigurðardóttur biskup þegar hún undirbjó sig fyrir vígslu djákna og presta í Dómkirkjunni í Reykjavík, áhorfendafjöldi 86 manns.

Fyrst flaggaði Agnes fyrir utan biskupsbústaðinn og sagði að það væri um að gera að nota stöngina fyrst hún væri og að í guðfræðinni væri ekki kennt að flagga.

Agnes bauð Fannari í biskupsbústaðinn, sem er reisulegt 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins að Bergstaðastræti 75. Á Fannari brann spurningin hvort hana langaði að búa þar, eða hvort hún þyrfti að búa þar. Svaraði hún að hún þyrfti að búa þar.

Agnes sagðist hafa ákveðið 17 ára að verða prestur, en hún fór líka í Tónlistarskóla Reykjavíkur, þar sem hún var í eitt ár. „Ég lærði að spila í mjög mörg ár og spilaði í mjög mörg ár og hætti svo í 20 ár,“ sagði Agnes sem lærði á orgel og sagðist aðeins spila þegar enginn hlustaði á.

Agnes horfir mest á Netflix, spænska þætti um ástir og örlög, en einnig má sjá Næturvaktina og Fóstbræður á dvd við sjónvarpið. Sagði Agnes þættina mjög skemmtilega. Agnes segist hlusta mikið á hljóðbækur og podköst sér til skemmtunar og leggja kapal í leiðinni.

- Auglýsing -

Aðrir viðmælendur lokaþáttar Framkoma eru Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, og Unnar Gísli Sigurmundsson, Júníus Meyvant.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -