Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Framkvæmdastjóri Hvals hf sakaður um ósannindi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við lítum ekki svo á að það hafi verið hindrun fyrir því að hann hafi getað veitt,“ sagði Freydís Dana Sigurðardóttir, starfsmaður Matvælastofnunnar í samtali við Mannlíf í morgun um hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf.
Mannlíf leitaði viðbragða hjá Matvælastofnun eftir að viðtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra Hvals hf, birtist í Morgunblaðinu í dag en þar segist hann stefna á að hefja hvalveiðar í júní. Þá segir hann einnig að deilur fyrirtækisins við Matvælastofnun sé helsta ástæða þess að ekki hafi verið haldið til hvalveiða síðan 2018, Freydís er ósammála.

„Við lítum svo á að ástæðan fyrir því að hann hafi ekki getað veitt hafi ekki verið vegna deilna við okkur, við getum ekki sagt það. Hins vegar er hann kominn núna með fullgilt starfsleyfi síðan í haust.
Aðspurð hvort deilurnar hafi getað hindrað hvalveiðina segist Freydís ekki halda það.
„Ég get ekki séð það, nei.“

„Það tók svolítið langan tíma hjá okkur að fá lokagögn um áhættumat en það var ekki þannig að það hindraði veiðar,“ segir Freydís.

Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttar en kom fram í viðtali hans við Morgunblaðið að hann áætli að veiðarnar standi fram í september. Þá munu um 150 manns starfa á hvalskipunum, hvalstöðinni í Hvalfirði og vinnslunni sem staðsett er í Hafnarfirði. Kristján sagði markaðshorfur fyrir hvalafurðir góðar og segist hann ætla að skjóta langreyði. Ekki liggur fyrir hvers vegna Kristján telji að deilur við Matvælastofnun hafa hindrað hvalveiðar en svo virðist sem Matvælastofnun vísi því á bug.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -