Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Framleiðendur svara Guðmundi Þór: „Fjöldi af mjög alvarlegum rangfærslum og rógburði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anton Máni Svansson, aðalframleiðandi myndar nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem gengur undir vinnuheitinu Berdreymir og er nú í vinnslu, svarar gagnrýni Guðmundar Þórs Kárasonar kvikmyndagerðarmanns, en Guðmundur Þór er harðorður í garð Antons Mána og Guðmundar Arnars Guðmundssonar, leikstjóra Berdreymis, og segir þá hafa svikið 14 ára son sinn, eftir hálfs ár vinnu fyrir aðalhlutverk í nýrri kvikmynd þeirra. Segir hann soninn ekki hafa fengið krónu greidda fyrir alla vinnuna sem hann lagði á sig. Mannlíf náði tali af Antoni Mána sem segir Guðmund hins vegar fara með alvarlegar rangfærslur og rógburð.

„Í viðtalinu við hann er fjöldi af mjög alvarlegum rangfærslum og rógburði en okkur finnst ekki rétt gagnvart drengnum að ræða þetta mál á opinberum vettvangi,“ segir Anton Máni, í samtali við Mannlíf og vísar þar í orð Guðmundar Þórs, í viðtali við Mannlíf.

Þess má geta að Anton Máni birti Facebook færslu vegna fyrri staðhæfinga Guðmundar Þórs á Facebook. „Ég vonast til að fá tækifæri til að klára samtal mitt við foreldra drengsins, en eins og ég sagði við föður hans þegar ákvörðunin var tekin þá hyggjumst við að sjálfsögðu bæta syni hans það upp að hafa ekki haldið áfram í þessu ferli og viljum styðja við hann með öllum mögulegum leiðum,“ segir Anton Máni meðal annars í færslunni, vegna færslu Guðmundar Þórs, þar sem Guðmundur Þór gagnrýnir vinnubrögð og framkomu Antons Mána og Guðmundur Arnar leikstjóra.

Í færslunni tekur Anton Máni fram að þeir Guðmundur Arnar hafi mikla trú á syni Guðmundar Þórs og telji hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. „Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton Máni.

„Við upphaf undirbúnings á nýrri mynd okkar, áður en eiginleg vinna í efninu sjálfu fór af stað, var þeim hópi einstaklinga sem valdir voru úr prufum boðið á almennt leiklistarnámskeið og sérstaka leikþjálfun. Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum. Tekið skal fram að slík ákvörðun segir ekkert um hæfileika viðkomandi einstaklings, enda eru öll þau ungmenni sem boðið er að fara inn í æfingaferli af þessu tagi mjög hæfileikarík.“

Segir Anton Máni í færslunni að þeir Guðmundur Arnar hafi áður unnið með ungmennum og það með góðum árangri. „Við gerum alltaf okkar allra besta til að vinna vel og vandlega með þeim þar sem við gerum okkur grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir því að þjálfa upp og vinna með ungu fólki.“

- Auglýsing -

Hann tekur fram að þegar sú erfiða ákvörðun sé tekin að láta einhvern hætta í leikþjálfun fyrir hlutverk sé það aldrei gert nema að vel ígrunduðu máli og að sá einstaklingur hafi fengið það tækifæri sem hann á skilið. „Ég biðla til allra að treysta því að þetta mál er ekki léttmeti fyrir okkur,“ skrifar hann á Facebook, „og að við vinnum hörðum höndum að því að leysa þetta á sem farsælastan hátt með foreldrum drengsins.“

Eins og fyrr segir finnst Antoni Mána ekki rétt að tjá sig frekar um málið á opinberum vettvangi drengsins vegna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -