Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Framlínan svarar spurningum barna og ungmenna um COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á þriðjudagskvöld fá börn og ungmenni orðið í sérstökum umræðuþætti um COVID-19 þar sem framlínan, ráðamenn og sérfræðingar svara þeirra spurningum og vangaveltum.

Viðmælendur í þættinum verða Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Ólíkt fyrri umræðuþáttum um COVID-19 faraldurinn og öðrum þeim fjölmörgu viðtölum sem þessir forvígismenn hafa veitt munu allar spurningar í þessum sérstaka umræðuþætti koma frá unga fólkinu. Þannig gefst þeim færi á að senda inn spurningar sem fyrr í gegnum fyrirspurnarhnapp á ruv.is eða í gegnum netfangið [email protected].

Einnig gefst unga fólkinu færi á að bera upp lifandi spurningar með því að senda myndskilaboð, til að mynda í gegnum WeTransfer á sama netfang, [email protected].

Auk áðurnefndra viðmælenda munu Salvör Nordal umboðsmaður barna og Margrét Birna Þórarinsdóttir barnasálfræðingur einnig svara aðkallandi spurningum frá unga fólkinu okkar, eftir því sem við á, spurningum sem snúa ekki hvað síst að stöðu þeirra og líðan við þær aðstæður sem nú ríkja og þau þurfa að læra að fóta sig í, hin óvenjulega samfélagsmynd sem blasir við þeim og allar þessar nýju og framandi áskoranirnar sem þau þurfa að takast á við.

Áhugaverður umræðuþáttur er framundan

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, segir að heimsfaraldurinn, áhyggjur, óvissa og brýnar vangaveltur honum tengdar hvíli ekki síður á unga fólkinu sem finni svo sannarlega fyrir að þeim séu settar félagslegar og áður óþekktar skorður í daglegu lífi.

- Auglýsing -

„Með þessum þætti viljum við bjóða þeim inn í umræðuna og gefa þeim tækifæri til fá svör við sínum spurningum sem eru oft og tíðum allt aðrar en þær sem við fullorðna fólkið berum upp. Með þessari nálgun munum við vonandi fá mun betri innsýn í hvað liggur börnum og ungmennum einna helst á hjarta á þessum mjög svo óvenjulegu og krefjandi tímum.“

Það er margt sem hvílir á ungmennum landsins þessa dagana ekki síst þau málefni sem heyra undir menntamálaráðuneytið því margir velta fyrir sér hvernig námsmati verði háttað og hvort skólinn komi til með að lengjast fram á sumar.

„Við höfum þegar fengið fjölda spurninga frá fulltrúum Ungmennaráðs Samfés og ráðgjafahópi umboðsmanns barna og í gegnum regluleg samskipti okkar við unga fólkið í gegnum KrakkaRúv og UngRúv af miklum áhuga þeirra á því að fá að taka beinan þátt í þessari mikilvægu umræðu. Með þessum þætti tekst okkur vonandi að koma til móts við þær óskir en um leið varpa ennþá skýrara ljósi á umræðuna í heild, ekki bara unga fólkinu til gagns heldur okkur öllum, þar með talið okkur fullorðna fólkinu.“

- Auglýsing -

COVID-19 þáttur unga fólksins verður á dagskrá RÚV þriðjudaginn 7. apríl kl. 19.35. Umsjónarmenn þáttarins verða Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson verkefnastjóri UngRúv.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -