Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Framtennur Sigurlaugar brotnuðu í öndunarvélinni: Falskar tennur bættar en ekki upprunalegar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar verið var að tengja Sigurlaugu Helgu Jóhannsdóttur í öndunarvél brotnuðu fjórar framtennur í atganginum. Hún segir frá þessu atviki í hlaðvarpi Mannlífs sem vakið hefur mikla athygli. Sigurlaug Helga er aðeins fertug en hefur í tvígang lent í öndunarvél á einu ári.

„Eignabótanefnd Landsspítala neitaði að bæta mér þetta. Þessu var hafnað á þeim forsendum að þetta væru mína eigin tennur en ekki inplant eða gómur. Nefndin skilaði einróma niðurstöðu. Starfsfólk sjúkrahússins var rasandi yfir þeirri niðurstöðu  sem var fengin þrátt fyrir að skýrsla liggi fyrir frá gjörgæslunni um það hvernig þetta atvikaðist“.

„Ég hafði ekki orku til að kæra úrskurð Eignabótanefndar til úrskurðarnefndaren leitaði þá til Sjúkratrygginga um bætur en fékk litlar undirtektir.

„Ég þarf sjálf að borga þennan skaða. Ég sendi umsóknina í apríl í fyrra. Í síðasta mánuði fór ég á skrifstofu Sjúkratrygginga og fékk þau svör að ekkert væri farið að skoða málið og ég gæti þurft að bíða í eitt til tvö ár eftir niðurstöðu“.

Hlaðvarpið með viðtalinu er að að finna hér. Þá er forsíðuviðtalið við Sigurlaugu hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -