Þriðjudagur 24. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Framtíð nýs Herjólfs í algjöru uppnámi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna smíði nýs Herjólfs sem ætlað er að sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Svo gæti farið að samningum um smíði ferjunnar verði rift.

Íslenska ríkið og pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. sem var falið að smíða nýjan Herjólf hafa deilt hart um lokauppgjör vegna smíði ferjunnar. Til stóð að afhenda skipið um mitt síðasta ár en það hefur dregist vegna deilunnar. Pólska fyrirtækið telur sig eiga heimtingu á um milljarðs króna aukagreiðslu vegna breytinga sem gerðar voru að beiðni Vegagerðarinnar en íslenska ríkið telur ekki stoð fyrir slíkri greiðslu í samningum.

Fréttavefurinn Eyjar.net greindi frá því fyrr í dag að búið væri að rifta samningnum við Crist S.A. og að næsta skref fyrirtækisins væri að markaðssetja skipið til sölu. Er haft eftir Bjögvini Ólafssyni, umboðsmanni skipasmíðastöðvarinnar, að ríkið hafi gert kröfu á endurgreiðslu úr ábyrgðinni og túlkar hann það sem svo að ríkið sé í raun að rifta samningnum.

Eftir að fréttin fór í loftið sendi Vegagerðin frá sér tilkynningu þar sem segir að þetta sé ekki rétt túlkun. Hins vegar hafi Vegagerðin innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. Það komi í ljós í dag hvort Crist S.A. framlengi ábyrgðirnar. „Vegagerðin átti engan annan kost in innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -