Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Framtíðarvettvangur viðburða í streymi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkomubann hefur boðið listamönnum og áhorfendum upp á nýjan veruleika, viðburði í streymi í gegnum netið á vefsíðum og samfélagsmiðlum. Gigg.live sameinar streymda viðburði á einum stað og býður áhorfendum upp á að inna af hendi frjáls framlög fyrir.

„Gigg.live er sett saman til að halda utan um streymda viðburði og ekki síður til að gefa fólki tækifæri til að þakka fyrir þessa viðburði,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, leikari og frumkvöðull, sem rekur snilli.is sem er tengiliðaskrifstofa skemmtikrafta. Jói og Geir Sigurður Jónsson tölvunarfræðingur sem rekur hugbúnaðarþróunarfyrirtækið center.is eru mennirnir á bak við framtakið.

„Við höfum unnið þetta í sjálfboðavinnu síðustu vikur. Hugmyndin er svo að fá fyrirtæki til að leggja til peninga sem notendur geta notað til að heita á viðburði og/eða streymendur. Vonandi verður það til þess að fólk fái eitthvað fyrir sitt framlag. Seinna getur fólk líka sett inn eigin framlög. Gigg.live mun ekki taka neina greiðslu eða gjöld, þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu,“ segir Jói.

„Við höfum unnið þetta í sjálfboðavinnu síðustu vikur.“

„Okkur fannst ekki sanngjarnt að fólk væri launalaust að streyma uppákomum, fræðslu og skemmtun. Við tókum líka eftir því hvað það var erfitt að finna það sem í boði er og mörgu mjög spennandi missir maður af því það er hvergi hægt að skoða hverju er verið að streyma, fyrr en núna,“ segir Jói og bætir við að viðtökurnar hafi verið frábærar bæði hjá listamönnum og áhorfendum. „Við höfum fundið fyrir miklum velvilja og það hefur fjölgað mikið í viðburðum og niðurhal er í mikilli aukningu.“

Framtíðarvettvangur streymenda

„Okkar von er að gigg.live verði framtíðarvettvangur streymenda þar sem notendur greiða framlög. Við erum líklega að fara inn í nýjan raunveruleika þar sem streymdum viðburðum mun fjölga, bæði við vinnu og skemmtun. Því er það okkar trú að þetta sé komið til að vera,“ segir Jói aðspurður um hvort framtakið sé tímabundið vegna kórónuveirufaraldurins, eða komið til að vera.

- Auglýsing -

Og gigg.live er einfalt í notkun fyrir alla. „Þegar streymendur hafa skráð viðburð eiga þeir að hvetja fólk til að ná sér í appið og inna af hendi frjáls framlög. Náið ykkur í appið og missið ekki af því sem í boði er! Og ef þið starfið hjá fyrirtæki sem er tilbúið að leggja smávegis af mörkum endilega verið í sambandi í gegnum gigg.live.“

Mynd / Jónatan Grétarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -