Íslenskir fagfjárfestar hafa brennandi áhuga á að komast að í framleiðslu- og söluverkefni íslenska skyrsins á Bretlandseyjum. Þreifingar þess efnis hafa farið fram við MS án þess að gengið hafi verið frá formlegum samningum.
„Við erum að raungera áætlun um stækkun og sölu til mun fleiri aðila og skoðum formið á því fyrirtæki en engin niðurstaða er komin.“
Í rúman áratug hefur MS verið í útrás með íslenska skyrið og hefur hún verið byggð upp í kringum fyrirtækið og eignarhald íslenska bænda á því. Ari Edwald, forstjóri MS og framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, segir að fram undan séu áætlanir um stóraukin umsvif í skyrsölu í Bretlandi og staðfestir að góðar líkur séu á því að leitað verði hlutafjár til þess. Hann leggur áherslu á að ekkert hafi enn verið handsalað í þeim efnum og bendir á að það komi ekki í hans hlut að finna fjárfestana heldur Kvikubanka sem samið hafi verið við. Mágur Ara, Ármann Þorvaldsson, var áður forstjóri bankans en hann stýrir nú uppbyggingarverkefnum í Bretlandi á vegum Kvikubanka.
„Við erum að raungera áætlun um stækkun og sölu til mun fleiri aðila og skoðum formið á því fyrirtæki en engin niðurstaða er komin. Þegar við sjáum betur umfangið og uppbygginguna verður komið að því að safna hlutafé. Þegar til kemur höfum við gert samning við Kvikubanka um að hafa það verkefni með höndum.“