Laugardagur 16. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Franska slökkviliðið slökkti í Trump

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var á meðal þeirra sem tjáðu sig um eldsvoðann í Notre Dame í gær. Hann gat ekki stillt sig um að ausa úr viskubrunni sínum og ráðleggja Frökkum hvernig ætti að slökkva eldinn. Þjóðráð hans féll hins vegar í grýttan jarðveg.

Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva síðustu glæðurnar í frúarkirkjunni laust fyrir klukkan 8 í morgun. Þótt tjónið sé ómetanlegt verður að segjast að slökkvistörf hafi tekist með ágætum. Báðir turnar kirkjunnar standa enn auk þess sem það tókst að bjarga sögulegum munum frá eldhafinu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur þegar boðað að kirkjan verði endurbyggð.

Heimsbyggðin stóð á öndinni er hún fylgdist með kirkjunni brenna í beinni útsendingu á öllum helstu fréttamiðlum. Á meðal þeirra sem fylgdist með var Donald Trump sem ráðlagði Frökkum að nota flugvélar til að slökkva eldinn, líkt og þegar skógareldar geysa.

Greinilegt er að ráðleggingar forsetans hafi náð eyrum björgunarmanna í París því ekki löngu síðar birtist færsla á Twitter þar sem sagði að hundruð slökkviliðsmanna geri allt sem í þeirra valdi stendur til að slökkva eldinn. Það er, allt nema að nota flugvélar enda myndi það skapa stórhættu eins og lýst er í færslunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -